Unglingalandsliðið hefur keppni á EM unglinga 11. júlí
Íslenska unglingalandsliðið hefur keppni á EM unglinga í Ostrava í Tékklandi föstudaginn 11. júlí. Þá hefst fyrsti hluti liðakeppninnar, og hefur verið dregið í riðla. Ísland sendir lið til keppni í þremur flokkum af fjórum, sveina/kadett, 15 ára og yngri, meyja/kadett, 15 ára og yngri og drengja/junior 16-18 ára. Ekki er sent lið í flokki stúlkna/junior 16-18 ára, en Sól Kristínardóttur Mixa, BH, tekur þátt í einstaklingsgreinum í stúlknaflokki.
Þjálfarar í ferðinni eru Tómas Ingi Shelton og Gestur Gunnarsson.
Sveinar 15 ára og yngri:
Leikmenn:
Heiðar Leó Sölvason, BH
Kristján Ágúst Ármann, BH
Lúkas André Ólason, KR
Liðið leikur í F-riðli, leikjaáætlun:
11.7. kl. 09.00. Ísland – Búlgaría
11.7. kl. 15.30. Ísland – Írland
12.7. kl. 13.20. Ísland – Litháen
Meyjar 15 ára og yngri
Leikmenn:
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
Helena Árnadóttir, KR
Liðið leikur í F-riðli, leikjaáætlun:
11.7. kl. 09.00. Ísland – Serbía
11.7. kl. 15.30. Ísland – Grikkland
12.7. kl. 13.20. Ísland – Ísrael
Drengir 16-18 ára
Leikmenn:
Alexander Chavdarov Ivanov, BH
Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingur
Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK
Liðið leikur í J-riðli, leikjaáætlun:
11.7. kl. 13.20. Ísland – Lúxemborg
11.7. kl. 19.40. Ísland – Litháen
12.7. kl. 15.30. Ísland – Finnland
Uppgefinn tími miðast við staðartíma, sem er tveimur tímum á undan íslenskum tíma.
Að loknum þessum riðlum verður væntanlega dregið í nýja riðla byggt á úrslitum í þessum riðlum, og leikið um hvert sæti á mótinu.
Hér má fylgjast með leikjunum á mótinu: https://www.ettu.org/european-youth-championships/
Forsíðumynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur. Á myndina vantar Sól Kristínardóttur Mixa, sem fer út 13. júlí.


