Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Unglingalandsliðið heldur til Eistlands á Norður-Evrópumeistaramót unglinga

Unglingalandsliðið heldur á morgun til Eistlands til þátttöku á Norður-Evrópumóti unglinga í borðtennis, sem fer fram í borginni Haapsalu 25.-27. júní. Helgina 23.-24. júní verður liðið í æfingabúðum með eistneska unglingalandsliðinu.

Frá því að liðið var tilkynnt þann 1. maí hafa orðið tvær breytingar. Adrían Héðinsson Gonzalez og Eyrún Elíasdóttir gefa ekki kost á sér en í þeirra stað koma Dagur Benjamín Kjartansson og Hrefna Namfa Finnsdóttir.
ÁMU

Unglingarnir sem fara til Eistlands. Pétur Gunnarsson vantar á myndina, sem Finnur Hrafn Jónsson tók.

Aðrar fréttir