Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Unglingalandsliðið til Eistlands á Norður-Evrópumót unglinga

Unglingalandsliðið tekur þátt í Norður-Evrópumótinu í Haapsalu í Eistlandi 24.-26. júní. Send voru tvö lið í kadett flokki sveina og eitt í kadettflokki meyja (15 ára og yngri, fædd 2001 og síðar). Þá keppir lið í juniorflokki drengja (16-18 ára, fæddir 1998-2000).

Í sveinaflokki leikur Ísland-1 (Kári Ármannsson, Ellert Kristján Georgsson og Karl A. Claesson) í riðli með Finnlandi og Danmörku-2. Ísland-2 (Ísak Indriði Unnarsson, Ingi Brjánsson og Jóhannes Kári Yngvason) leika með Eistlandi-1 og Danmörku-1. Alls eru 12 lið í 4 riðlum í sveinaflokki.

Í meyjaflokki eru 8 lið í tveimur riðlum. Ísland (Sveina Rósa Sigurðardóttir, Stella Karen Kristjánsdóttir og Þórunn Ásta Árnadóttir) leikur í riðli með Finnlandi, Eistlandi-1 og Noregi-2.

Í drengjaflokki eru 7 lið í tveimur riðlum. Ísland (Magnús Jóhann Hjartarson, Magnús Gauti Úlfarsson, Breki Þórðarson og Ingi Darvis Rodriquez) keppa við Lettland, Litháen og Finnland-1.

Keppni hefst á liðakeppni 24. júní. Hún klárast 25. júní og þá hefst keppni í einstaklingskeppni. Mótinu lýkur 26. júní. Upplýsingar má sjá á slóðinni http://www.lauatennis.ee/web/node/1205.

Fréttir af gengi liðisins má sjá á Facebook síðu Borðtennissambands Íslands. Úrslit úr leikjum Íslendinganna verða sett inn á þennan vef þegar þau hafa verið birt á vef mótsins.

Að mótinu loknu heldur liðið í æfingabúðir til Tjele í Danmörku, þar sem það hittir fyrir hóp KR-inga.

 

ÁMU (uppfært 25.6.)

Aðrar fréttir