Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Upp og niður unglingamót BH

Upp og niður unglingamót BH fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu 53 laugardaginn 5. október 2024 kl. 10:00.

Dagskrá:

10:00 Opinn flokkur 19 ára og yngri (fædd 2006 og síðar)

Leikið verður í Opnum flokki þar sem strákar og stelpur leika saman í flokki með svokölluðu upp&niður fyrirkomulagi. Leikmenn raðast í deildir eftir styrkleika og geta færst upp og niður eftir því sem líður á mótið. Þannig enda allir leikmenn með jafn marga leiki við sinn styrkleikaflokk en spilaðar verða þrjár umferðir.

Raðað verður í deildir eftir styrkleikalista BTÍ 1.október 2024.

Leiknar verða 3 umferðir í 3-4 manna riðlum. Sá sem endar í efst í riðlinum að lokinni hverri umferð færist upp um deild og sá sem endar neðst í riðlinum færist niður um deild. Þetta fyrirkomulag leiðir til þess að hver leikmaður spilar 6 leiki, 2 í hverri umferð.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 sætin í hverri deild.

Þáttökugjald er 2.500 kr fyrir hvern leikmann.

Skráning þarf að berast fyrir föstudaginn 4.október kl. 18:00 á [email protected].

Dregið verður í Álfafellinu, æfingasal BH kl 20:30.

ATH! Aðeins takmarkað pláss er í boði og gæti verið að keppendalistinn fyllist og mælum við með því að skrá sig sem allra fyrst! Ef mótið fyllist geta leikmenn skráð sig á biðlista.

Leikið verður með hvítum 3* Stiga keppniskúlum.

Mótstjórn skipa Ingimar Ingimarsson, Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson og Tómas Ingi Shelton. Ábendingar og/eða spurningar skulu sendast á [email protected].
Yfirdómari er Pétur Marteinn Urbancic Tómasson.

Aðrar fréttir