Uppfærð tímaáætlun fyrir Arctic Table Tennis Championship
Í kvöld var dregið í Arctic Table Tennis Championship mótið, sem fram fer í TBR-húsinu 4.-7. júlí. Jafnframt var tímaáætlun mótsins endurskoðuð. Þær breytingar voru helstar að víxlað var einliðaleik og tvíliðaleik kvenna. Einnig verður sérkeppni fyrir drengi 13 ára og yngri, og hefur nokkrum íslenskum drengjum verið boðið að keppa við tvo erlenda drengi á föstudaginn 5. júlí kl. 14.
Þátttaka er ágæt í mótinu. Í liðakeppni keppa 6 lið í karlaflokki og 5 lið í kvennaflokki. Tvö íslensk lið eru í hvorum flokki fyrir sig. Þá koma Færeyingar með tvö karlalið og eitt kvennalið, Grænlendingar tefla fram einu liði í hvorum flokki og sömuleiðis er eitt lið frá Jótlandi í hvorum flokki.
Fjölmennasti flokkurinn í einstaklingskeppni er einliðaleikur karla, en þar eru 35 skráðir til leiks. 18 konur eru skráðar til leiks á mótinu.
ÁMU