Uppfærð tímaáætlun fyrir Íslandsmótið í borðtennis
Hér kemur uppfærð tímaáætlun fyrir Íslandsmótið í borðtennis. Dráttinn má sjá í heild sinni á Tournament Software.
Beint streymi er frá dagskrá sunnudagsins á YouTube rás BTÍ
Athugið að tímaáætlun er óbreytt fyrir föstudaginn 28. febrúar og sunnudaginn 2. mars en keppni í flestum flokkum byrjar aðeins fyrr á laugardeginum en áður hafði verið auglýst. Í 2. flokki kvenna er þó keppni seinkað frá upphaflegri áætlun.
Dagskrá mótsins:
Föstudagurinn 28. febrúar 2025
18.30 Íslandsmótið sett
18.40 Tvenndarleikur, leikið til úrslita
19.00 Tvíliðaleikur karla leikið fram að undanúrslitum
19.40 Tvíliðaleikur kvenna leikið fram að undanúrslitum
Laugardagurinn 1. mars 2025
10.00 2. flokkur karla
11.30 Meistaraflokkur karla
13.00 Meistaraflokkur kvenna
13.00 2. flokkur kvenna
14.00 1. flokkur karla
14.30 1. flokkur kvenna
Sunnudagurinn 2. mars 2025
10.00 Undanúrslit: Tvíliðaleikur kvenna og karla
10.40 Úrslit: Tvíliðaleikur kvenna og karla
11.20 Undanúrslit: 1. og 2. flokkur kvenna og karla
12.00 Úrslit: 1. og 2. flokkur kvenna og karla
13.00 Undanúrslit: Meistaraflokkur kvenna
13.40 Undanúrslit: Meistaraflokkur karla
14.20 Úrslit: Meistaraflokkur kvenna
15.00 Úrslit: Meistaraflokkur karla
15.40 Verðlaunaafhending
Yfirdómari á mótinu verður Árni Siemsen.
Sjáumst á Íslandsmótinu í TBR-húsinu um helgina!
Uppfært 27.2.