Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Úrslit á morgun í einliðaleik á EM í borðtennis í Póllandi

Á morgun verður leikið til úrslita í einliðaleik á Evrópumeistaramótinu í borðtennis í Póllandi. Minnt er á að hægt er að horfa beint á leiki á vefnum á slóðinni  laola1.tv

Þjóðverjinn Timo Boll, sem hefur orðið Evrópumeistari fjórum sinnum, er kominn í undanúrslit. Þar mætir hann Bojan Tokic frá Slóveníu. Í hinum undarúrslitunum leika Serbinn Aleksandar Karakasevic og Þjóðverjinn Patrick Baum. Baum sló út Vladimir Samsonov frá Hvíta-Rússlandi í 8 manna úrslitum en Samsonov, sem er fyrrum Evrópumeistari hefur verið í verðlaunasæti í fjölmörgum Evrópumótum.

Í undanúrslitum í einliðaleik kvenna mætast annars vegar Li Jiao frá Hollandi og Li Qian frá Póllandi, sem er á heimavelli. Í hinum undanúrslitunum leika Irene Ivancan frá Þýskalandi og Margaryta Pesotska frá Úkraínu.
Núverandi Evrópumeistari, Victoria Pavlovich frá Hvíta-Rússlandi féll úr leik í 16 manna úrslitum þegar hún tapaði fyrir hinni ungu Jönu Noskovu frá Rússlandi.

ÁMU

Aðrar fréttir