Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit af Íslandsmótinu í flokkakeppni unglinga 2024 á Selfossi

Laugardaginn 27. janúar var haldið Íslandsmótið í flokkakeppni unglinga á Selfossi. Var hún haldin þrátt fyrir foraðsveður og áhlaupsbyli sem gerðu ferðalag kjarkaðra og upplitasdjarfra pilta, telpna, sveina, meyja, drengja og stúlkna á mótsstað mun erfiðari en ella. Einhver þeirra liða sem skráð höfðu sig til leiks heltust úr lestinni vegna Vetrar konungs.

BTÍ tók ákvörðun um það í vetur að endurvekja þetta skemmtilega mót en það var síðast haldið árið 2020. Leikjafyrirkomulagið er þannig að hvert lið er skipað tveimur eða fleiri leikmönnum og vinna þarf þrjá leiki til að vinna viðureign. Fyrst eru leiknir tveir einliðaleikir, síðan tvíliðaleikur og að lokum tveir einliðaleikir til viðbótar ef nauðsyn krefur til að knýja fram úrslit.

Borðtennisfélag Selfoss hafði veg og vanda af mótinu og var umgjörð þeirra frábær.  Keppt var á 12 borðum í Íþróttahúsi Vallarskóla þar sem borðtennisfélag Selfoss er með æfingaraðstöðu sína. Keppnislið voru frá Selfossi, Garpi, BH, HK, Selfossi og eitt frá KR.

Mest spennandi var keppnin í fjölmennustum flokki pilta 13 ára og yngri þar sem vaskir og djarfhuga  piltar úr HKA A unnu í úrslitum lið Garps A.

Í flokki Sveina 13-15 ára sigruðu ósmeykir og kjarkaðir BH sveinar. Í flokki sameinaðra flokka Telpna 13 ára og yngri og Meyja 13-15 ára sigruðu hugdjarfa og óhræddar KR meyjar. Í flokki Drengja 16-18 ára sigruðu áræðnir og óhræddir BH drengir og í flokki Stúlkna snarpar og rösklegar Dímon stúlkur.

Hér að neðan eru myndir af sigurvegurum mótsins og af mótsstað.

 

 

 

 

Aðrar fréttir