Úrslit aldursflokkamóts BH 2. apríl 2016
Þann 2. apríl 2016 fór fram aldursflokkamót BH í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Var þetta síðasta aldursflokkamótið fyrir úrslitakeppni aldursflokkamótaraðarinnar laugardaginn 16. mars nk. Var framkvæmd mótsins góð og tímaáætlun stóðst.
Úrslit úr einstökum flokkum voru eftirfarandi.
Hnokkar 11 ára og yngri:
- Eiríkur Logi Gunnarsson KR
- Jónatan Björnsson Gross BH
- – 4. sæti. Kristófer Júlían Björnsson BH og Baldur Thor Aðalbjarnason KR
Keppni í hnokkaflokki í ár hefur verið hörð og langt síðan jafn margir sterkir leikmenn hafa verið í þessum aldursflokki. Verður spennandi að fylgjast með því hver úrslitin verða á lokamóti unglingamótaraðarinnar í flokknum þann 16. mars nk.
Tátur 11 ára og yngri:
- Lilja Lív Margrétardóttir KR
- Karítas Ármannsdóttir KR
- – 4. sæti. Sól Kristínardóttir Mixa BH og Kristjana Áslaug Margrétardóttir KR
Úrslitaleikurinn milli þeirra Lilju og Karítas var spennandi, lifandi og skemmtilegur. Sérstaka athygli vakti að stelpurnar eru farnar að spila meira sóknarspil með yfirsnúningi fjær borði. Er framtíðin björt í kvennaflokki haldi fram sem horfir.
Piltar 12-13 ára:
- Þorgils Gunnarsson Heklu
- Ari Benediktsson KR
- – 4. sæti Aron Birkir Guðmundsson Heklu og Thor Thors KR
Þorgils frá Heklu hélt sigurgöngu sinni áfram í flokknum í vetur. Efnilegur strákur þarna á ferð.
Einliðaleikur telpna 12-13 ára:
- Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR
- Þuríður Þöll Bjarnadóttir KR
- – 4. sæti. Málfríður Rósa Gunnarsdóttir KR og Ösp Þorleifsdóttir KR
Stór hópur telpna hefur æft með KR í vetur þar sem samkeppnin er að harðna og verður spennandi að fylgjast með þeim næsta vetur.
Sveinar 14-15 ára
- Kári Ármannsson KR
- Ellert Kristján Georgsson KR
- – 4. sæti. Ísak Indriði Unnarson Víkingi og Jóhannes Kári Yngvason KR
Kári hefur haft yfirburði í þessum flokki í vetur en hann sigraði í úrslitum liðsfélaga sinn Ellert sem hefur verið í mikilli framför upp á síðkastið. Munu þeir félagar ásamt Inga Darvis úr Víkingi skipa cadet lið Íslands sem leikur á Evrópumóti unglinga í Zagreb í Króatíu í júlí nk.
Meyjar 14-15 ára:
- Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingi
- Þórunn Ásta Árnadóttir Víkingi
- – 4. sæti. Lára Ívarsdóttir KR og Guðbjörg Lív Margrétardóttir KR
Keppni flokknum var hörð að þessu sinni en mikið var af oddaleikjum. Lofar úrslit leikja góðu fyrir úrslitakeppnina 16. mars nk. og munu stelpurnar eflaust æfa stíft fyrir það mót.
Einliðaleikur drengja 16-18 ára
- Magnús Gauti Úlfarsson BH
- Birgir Ívarsson BH
Liðsfélagarnir Magnús Gauti og Birgir léku eina leikinn í flokknum en mikil forföll voru í honum. Víkings- og KR strákarnir í flokknum mæta þeim á Grand Prix í dag. Skipa þeir Magnús Gauti og Birgir ásamt Magnúsi Hjartarsyni úr Víkingi og Breka Þórðarsyni úr KR Junior lið Íslands sem keppir á Evrópumóti unglinga í Zagreb Króatíu í júlí nk.
II