Úrslit bikarkeppni BTÍ 2018
Bikarkeppni félaga í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu 24. febrúar 2018.
Mjög góð þátttaka var í mótinu þar sem tíu lið voru skráð til keppni. Leikið var með því fyrirkomulagi að öll liðin spiluðu við hvert annað í fyrstu umferð. Í síðari umferðum sat eitt lið hjá og var dregið í næstu umferð. Á leið sinni í úrslit sigraði lið Víkings A lið BH A í undanúrslitum en lið Víkings B sat hjá í undanúrslitum.
Úrslitaleikinn lék lið Víkings A gegn liði Víkings B.
Lið Víkings A var skipað Magnús Hjartarsyni, Magnúsi K. Magnússyni og Stellu Kristjánsdóttur og lið Víkings B var skipað Sindra Þór Sigurðssyni, Inga Darvis og Þórunni Árnadóttur.
Leikurinn var hörkuskemmtilegur og spennandi þar sem mjög góður borðtennis var leikinn. En að lokum sigraði A lið Víkings 4 – 3.
- Leikur: Magnús K Magnússon – Sindri Þór Sigurðsson: 6 -11, 10-12,11-13.
- Leikur: Magnús Hjartarson-Ingi Darvis: 8-11, 11-7, 11-9, 11-13,9-11.
- Stella Kristjánsdóttir – Þórunn Árnadóttir: 11-8, 11-9, 11-6.
- Magnús H./Magnús K.-Sindri/Ingi Darvis: 11-8, 4-11, 6-11,6-11.
- Magnús Hjartarson/Stella – Sindri/Þórunn: 8-11, 11-8, 12-10, 11-4.
- Magnús K. Magnússon – Ingi Darvis: 3-11, 11-9, 8-11, 11-4,11-4.
- Magnús Hjartarson-Sindri Sigurðsson: 9-11, 11-6, 11-7,11-7.