Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit Coca Cola Grand Prix móts Víkinga í borðtennis

Coca Cola Grand Prix mótið í borðtennis.

 

Coca Cola Grand Prix mótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu helgina 24-25 mars 2018 í umsjón borðtennisdeildar Víkings.

Keppt var í  opnum flokkur karla og kvenna og komu  keppendur frá félögunum Víkingi, KR, BH, HK og ÍFR

Í kvenna flokki lék til úrslita Nevana Tasic Víkingur við Íslandsmeistarann Stellu Kristjánsdóttur Víkingi.  Leikar fóru þannig að Nevana sigraði 4- 0

(11-6, 11-5, 11-6 og 11-8).

Í karla flokki léku til úrslita Íslandsmeistarinn  Magnús Gauti Sigurðsson BH gegn Sindra Þór Sigurðssyni Víkingi

Leikar fóru þannig að Magnús sigraði 4 – 0 (11-7, 11-6, 11-8 og 11 – 6).

Úrslit í mótinu:

Opinn flokkur karla:

  1. Magnús Gauti Úlfarsson BH
  2. Sindri Þór Sigurðsson Víkingur

3-4.  Ingi Darvis Víkingur

3-4.  Jóhannes Tómasson BH

 

Opinn flokkur kvenna:

  1. Nevena  Tasic Víkingur
  2. Stella Kristjánsdóttir Víkingur

3-4.  Þórunn Árnadóttir Víkingur

3-4.  Anna Sigurbjörnsdóttir KR

 

Í B flokki karla léku til úrslita kapparnir frá Víkingi Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Sigurður Herlufsen.  Leikar fóru þannig að Guðmundur sigraði 4 – 1 (12-10, 11-4, 9-11, 11-2 og 11-7).

Úrslit:

  1. Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur
  2. Sigurður Herlufsen Víkingur

3-4.  Kristín Magnúsdóttir KR

3-4.  Nevana Tasic Víkingur

 

Í B flokki kvenna léku til úrslita Harriet Cardew BH gegn Láru Ívarsdóttur KR.  Harriet sigraði 4 – 1 (13-11, 7-11, 11-4, 11-5 og 11-6.

Úrslit:

  1. Harriet Cardew BH
  2. Lára Ívarsdóttir KR

3-4.  Þuríður Þöll Bjarnadóttir KR

3-4.  Alexía K. Mixa BH

Aðrar fréttir