Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit Evrópumótsins í borðtennis.

Mynd: Rémy Gros

Timo Boll frá Þýskalandi varð fyrr í dag Evrópumeistari í sjötta sinn en Evrópumótið var nú haldið í Herning, Danmörku.  Hann vann Tan Ruiwu frá Króatíu í úrslitum 4-1.   Ruiwu kom flestum á óvart með því að komast í úrslit á mótinu en hann vann í undanúrslitum Bastian Steger frá Þýskalandi 4-1.  

Viktoria Pavlovich frá Hvíta Rússlandi varð Evrópumeistari kvenna, en hún sigraði í úrslitum Yi Fang Xian frá Frakklandi.

Aðrar fréttir