Úrslit frá fyrra degi Íslandsmóts unglinga
Á fyrri degi Íslandsmóts unglinga var keppt til úrslita í tvenndarleik og í einliðaleik í fjórum stúlknaflokkum, en fram að undanúrslitum í einliðaleik í öllum flokkum drengja sem og táta. Íslandsmeistarar í einliðaleik urðu Þóra Þórisdóttir, KR í telpnaflokki (f. 2003-2004), Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR í meyjaflokki (f. 2001-2002), Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK í stúlknaflokki (f. 1998-2000) og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, KR í flokki ungmenna stúlkna (f. 1995-1997). KR sigraði í öllum aldursflokkum í tvenndarleik: Ellert Kristján Georgsson og Sveina Rósa Sigurðardóttir í flokki fæddra 2001 og síðar, Breki Þórðarson og Ársól Arnardóttir í flokki fæddra 1998-2000 og Pétur Gunnarsson og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir í tvenndarkeppni fæddra 1995-1997.
Sunnudaginn 6. mars er keppt í tvíliðaleik og til úrslita í einliðaleik í 6 flokkum.
Úrslit í einstökum flokkum
Einliðaleikur telpna f 2003-2004
1 Þóra Þórisdóttir, KR
2 Hildur Marín Gísladóttir, Ungmf. Samherjar
3 Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
4 Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR
Þóra sigraði nokkuð óvænt, þar sem hún var 4. stigahæsti keppandinn í flokknum. Hún vann alla sína leiki og lagði Hildi Marín 3-1 (11-8, 12-10, 9-11, 11-6).
Einliðaleikur meyja f 2001-2002
1 Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR
2 Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur
3 Guðbjörg Lív Margrétardóttir, KR
4 Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingur
Sveina lagði Stellu í oddalotu 5-11, 12-10, 11-5, 9-11, 11-2 og vann sinn annan titil á mótinu. Þetta var þriðji titill Sveinu í einliðaleik.
Einliðaleikur stúlkna f 1998-2000
1 Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK
2 Ársól Arnardóttir, KR
Kolfinna sigraði Ársól í þremur jöfnum lotum, 13-11, 13-11, 11-9, og sigraði í flokknum annað árið í röð og fimmta árið í röð í einliðaleik.
Einliðaleikur ungmenna stúlkna f 1995-1997
1 Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, KR
Sigrún var eini skráði keppandinn í flokknum.
Tvenndarkeppni f 2001 og síðar
1 Ellert Kristján Georgsson+Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR
2 Ingi Darvis Rodriguez+Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur
3-4 Karl Andersson Claesson+Guðbjörg Lív Margrétardóttir, KR
3-4 Ísak Indriði Unnarsson+Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingur
Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi en þau Ellert og Sveina höfðu sigur í oddalotu 11-9, 5-11, 11-9, 6-11, 11-8. Ellert vann þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Tvenndarkeppni f 1998-2000
1 Breki Þórðarson+Ársól Arnardóttir, KR
2 Magnús Gauti Úlfarsson+Sól Kristínardóttir Mixa, BH
3 Birgir Ívarsson+Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
Hinar 10 ára gömlu tvíburasystur úr BH spiluðu upp fyrir sig í aldri en Breki og Ársól höfðu sigur gegn Magnúsi Gauta og Sól, 3-1 (11-7, 11-6, 10-12, 11.6). Breki sigraði því í þessum flokki annað árið í röð.
Tvenndarkeppni ungmenna f 1995-1997
1 Pétur Gunnarsson+Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, KR
2 Skúli Gunnarsson+Bergrún Linda Björgvinsdóttir, KR/Dímon
3 Björn Gunnarsson+Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK
Þau Pétur og Sigrún sigruðu örugglega í úrslitaleiknum (11-7, 11-8, 11-7) og vörðu titilinn, sem þau unnu í fyrra.
Úrslit úr öllum leikjum fá sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=D49054D2-F97D-48F4-93AF-61992908F782
Á meðfylgjandi mynd frá Guðmundi Halldórssyni má sjá Ellert og Sveinu eftir að Íslandsmeistaratitillinn í tvenndarleik var í höfn.
ÁMU