Úrslit frá fyrsta degi í einliðaleik á EM í Alicante
Það var við ramman reip að draga hjá þeim nöfnum Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni í fyrstu leikjunum í einliðaleik karla á EM í Alicante, eins og búist hafði verið við. Magnús Jóhann gerði sér þó lítið fyrir og vann lotu af Samuel Walker frá Englandi. Aðrir leikir töpuðust 0-4.
Nánari lýsingar á frammistöðu leikmanna og fleiri fréttir frá Alicante má sjá á fésbókarsíðu Borðtennissambands Íslands.
Síðustu leikirnir í riðlunum fara fram 19. september.
Úrslit 18. september:
Riðill 11
- Magnús Jóhann Hjartarson – Samuel Walker, Englandi 1-4 (4-11, 11-9, 1-11, 0-11, 4-11)
- Magnús Jóhann Hjartarson – Cristian Pletea, Rúmeníu 0-4 (0-11, 3-11, 5-11, 4-11)
Riðill 19
- Magnús Gauti Úlfarsson – Andreas Levenko, Austurríki 0-4 (3-11, 7-11, 3-11, 2-11)
- Magnús Gauti Úlfarsson – Laurens Tromer, Hollandi 0-4 (4-11, 3-11, 3-11, 1-11)
Mynd á forsíðu af Magnúsi Jóhanni af fésbókarsíðu BTÍ.
Vefsíða mótsins með úrslitum úr riðlunum: https://bornanblob.blob.core.windows.net/ittf-web-results/html/TTE2885/groups.html
ÁMU