Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit frá Riga

Lettneska borðtennissambandið hefur sett úrslitin úr Riga City Council Cup 14.-16. febrúar á vef sinn. Þar má bæði sjá úrslit úr riðlum og útsláttarkeppni að loknum riðlum. Þó vantar upplýsingar um riðlana í flokki meyja fæddra 2005-2007.

Eins og fram hefur komið í pósti frá þjálfurum (sjá frétt frá 16.2.) voru íslensku leikmennirnir til fyrirmyndar og lærðu mikið í ferðinni. Öll kepptu þau í tveimur aldursflokkum, og má sjá úrslit yngstu piltanna í minikadett flokki (fæddir 2008 og síðar) í frétt frá 14.2.

Íslensku leikmennirnir unnu marga leiki í ferðinni. Agnes Brynjarsdóttir og Sól Kristínardóttir Mixa unnu tvo leiki í útsláttarkeppni taphliðar („second final“) í stúlknaflokki fæddra 2002-2004 og höfnuðu í 41.-47. sæti af 77 keppendum, en þær eru báðar fæddar 2006. Í flokki meyja fæddra 2005-2007 vann Sól þrjá leiki í útsláttarkeppni taphliðar og varð í 53.-56. sæti og Agnes tvo og varð í 57.-64. sæti, en keppendur voru 87.

Eiríkur Logi Gunnarsson vann leik í riðlinum og í útsláttarkeppni taphliðar í flokki sveina fæddra 2005-2007 og varð í 57.-64. sæti af 96 keppendum. Dagur Orrason vann líka leik í riðlinum og endaði í 65.-80. sæti en hann er fæddur 2008.

Eiríkur Logi lék líka í flokki drengja fæddra 2002-2004, og vann tvo leiki í riðlinum. Í þeim flokki voru ekki upplýsingar um leiki í útsláttarkeppni taphliðar á vef mótsins.

Aðrar fréttir