Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit frá seinni degi Íslandsmóts unglinga í borðtenns

Keppni var haldið áfram á Íslandsmóti unglinga sunnudaginn 17. mars. Leikið var til úrslita í einliðaleik í yngri flokkunum og í tvíliðaleik í öllum flokkum.

Jóhannes Bjarki Tómasson úr KR, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK og Skúli Gunnarsson úr KR urðu þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina. Bergrún Linda Björgvinsdóttir úr Dímon, Guðjón Páll Tómasson úr KR, Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi og Sveina Rósa Sigurðardóttir úr KR unnu tvo titla.
Íslandsmeistaratitlar dreifðust meira á milli félaga en í fyrra. BH vann sinn fyrsta titil í borðtennis þegar Sigurjóna Hauksdóttir sigraði í einliðaleik telpna 12-13 ára. Einnig fóru titlar til KR (9,5), Víkings (4), HK (3) og Dímonar (1,5). KR átti einnig flesta verðlaunahafa.
Fyrsti Íslandsmeistaratitill BH í borðtennis: Verðlaunahafar í einliðaleik telpna: Birta Rún Grétarsdóttir, Sigurjóna Hauksdóttir og Fanndís Hjálmarsdóttir. Ólöfu Sólveigu Ólafsdóttur vantar á myndina. Mynd: Finnur Hrafn Jónsson.
ÁMU

Aðrar fréttir