Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit frá seinni degi Íslandsmóts unglinga

BH, HK, KR, Umf. Hekla., Umf. Samherjar og Víkingur unnu Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti unglinga í borðtennis, sem fram fór í KR-heimilinu 5.-6. mars. Að auki unnu keppendur frá Akri og Dímon til verðlauna. Skráðir keppendur voru 97 talsins í 21 flokki og skv. dagskrá áttu 246 leikir að fara fram á mótinu. Sindri Sigurðarson vann fyrsta Íslandsmeistaratitil Umf. Samherja frá upphafi í borðtennis.

KR-ingar unnu flesta titla, 12,5 talsins. KR fékk einnig flest verðlaun allra félaga. Pétur Gunnarsson, KR, Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR og Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, KR, unnu þrjá titla hvert, en í tveimur flokkum var Sigrún eini keppandinn í sínum flokki. Ársól Arnardóttir, KR,  Karitas Ármannsdóttir, KR, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK, Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Þorgils Gunnarsson, Umf. Heklu urðu tvöfaldir meistarar.

Úrslit úr einstökum flokkum 6. mars (úrslit frá 5. mars eru í eldri frétt)

Einliðaleikur táta f 2005 og síðar

1       Karitas Ármannsdóttir, KR

2       Lilja Lív Margrétardóttir, KR

3-4    Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3-4    Alexía Kristínardóttir Mixa, BH

Lilja átti titil að verja frá í fyrra en Karitas vann árið 2014. Karitas var sterkari í þetta skipti og sigraði 3-1 (7-11, 11-8, 11-8, 13-11) í úrslitaleiknum.

Einliðaleikur hnokka f 2005 og síðar

1       Sindri Sigurðarson, Ungmf. Samherjar

2       Eiríkur Logi Gunnarsson, KR

3-4    Bjarni Þorvaldsson,  Dímon

3-4    Kristófer Júlían Björnsson, BH

Sindri Sigurðarson vann fyrsta Íslandsmeistaratitil Ungmf. Samherja í borðtennis, þegar hann lagði Eirík Loga 3-1 (12-10, 11-9, 6-11, 11-8) í jöfnum úrslitaleik, þar sem þessir ungu leikmenn sýndu flott tilþrif.

Einliðaleikur pilta f 2003-2004

1       Þorgils Gunnarsson, Umf. Hekla

2       Ari Benediktsson, KR

3-4    Steinar Andrason,  KR

3-4    Aron Birkir Guðmundsson, Umf. Hekla

Þorgils varð Íslandsmeistari í annað skipti eftir öruggan sigur á Ara í úrslitaleiknum (11-4, 11-2, 11-6).

Einliðaleikur sveina f 2001-2002

1       Kári Ármannsson,  KR

2       Ingi Darvis Rodriguez,  Víkingur

3-4    Ellert Kristján Georgsson,  KR

3-4    Ísak Indriði Unnarsson,  Víkingur

Kári kom vel stemmdur til leiks í úrslitaleiknum og vann Inga 3-0 (11-7, 13-11, 11-5) í úrslitaleiknum. Hann varði því titil sinn frá því í fyrra og vann fjórða titil sinn í einliðaleik.

Einliðaleikur drengja f 1998-2000

1       Magnús Gauti Úlfarsson, BH

2       Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingur

3-4    Birgir Ívarsson, BH

3-4    Breki Þórðarson, KR

Magnús Gauti batt enda á fimm ára sigurgöngu Magnúsar Jóhanns og vann í framlengdri oddalotu í leik, sem var vel leikinn af beggja hálfu (11-13, 12-10, 6-11, 11-4, 12-10). Magnús Gauti var yfir 10-5 í oddalotunni en Magnús Jóhann náði að jafna í 10-10. Magnús Gauti náði að knýja fram sigur og vinna sinn annan titil í einliðaleik.

Einliðaleikur ungmenna drengja f 1995-1997

1       Pétur Gunnarsson, KR

2       Skúli Gunnarsson, KR

3-4    Björn Gunnarsson, HK

3-4    Friðrik Þjálfi Stefánsson, KR

Bræðurnir Pétur og Skúli Gunnarssynir mættust í úrslitaleiknum. Pétur hafði betur og varði titilinn sem hann vann í fyrra. (11-9, 11-8, 11-6).

Tvíliðaleikur telpna f 2003 og síðar

1       Karitas Ármannsdóttir+Lilja Lív Margrétardóttir, KR

2       Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir+Þóra Þórisdóttir,  KR

3-4    Lóa Floriansdóttir Zink+Kristjana Áslaug Káradóttir, KR

3-4    Þuríður Þöll Bjarnadóttir+Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR

Þær Karitas og Lilja, sem eru enn í tátuflokki, unnu eldri stúlkurnar örugglega í úrslitaleiknum 3-0 (11-7, 11-6, 11-7).

Tvíliðaleikur pilta f 2003 og síðar

1       Þorgils Gunnarsson+Aron Birkir Guðmundsson, Umf. Hekla

2       Steinar Andrason+Ari Benediktsson, KR

3-4    Sindri Sigurðarson+Trausti Freyr Sigurðarson, Ungmf. Samherjar

3 -4   Eiríkur Logi Gunnarsson+Guðni Páll Jóelsson, KR

Hekludrengirnir sýndu mikla baráttu og náðu að sigra í oddalotu eftir sveiflukenndan úrslitaleik (13-11, 1-11, 6-11, 11-5, 11-8).

Tvíliðaleikur meyja f 2001-2002

1       Þórunn Ásta Árnadóttir+Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur

2       Lára Ívarsdottir+Guðbjörg Lív Margrétardóttir, KR

Þær Þórunn og Stella endurtóku leikinn frá í flokkakeppninni í febrúar og lögðu KR-stúlkurnar 3-1 í úrslitaleiknum (6-11, 11-7, 11-9, 12-10).

Tvíliðaleikur sveina f 2001-2002

1       Ingi Darvis Rodriguez+Ísak Indriði Unnarsson, Víkingur

2       Kári Ármannsson+Ingi Brjánsson, KR

3-4    Gunnar Aðalgeir Arason+Þorsteinn Már Þorvaldsson, Akur

3-4    Karl Andersson Claesson+Ellert Kristján Georgsson, KR

Víkingarnir Ingi og Ísak léku betur í úrslitaleiknum og sigruðu 3-0 (11-5, 15-13, 11-7).

Tvíliðaleikur stúlkna f 1998-2000

1       Ársól Arnardóttir+Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR

2       Birta Björk Hauksdóttir+Eyrún Jóhannsdóttir, KR

Ársól og Sveina voru öruggir sigurvegarar og unnu úrslitaleikinn 3-0 (11-1, 11-0, 11-1).

Tvíliðaleikur drengja f 1998-2000

1       Birgir Ívarsson+Magnús Gauti Úlfarsson, BH

2       Erlendur Guðmundsson+Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingur

3       Sigtryggur Valgeir Bjarnason+Kamil Mocek, Víkingur

Erlendur og Magnús Jóhann voru ríkjandi meistarar en máttu játa sig sigraða fyrir Birgi og Magnúsi Gauta eftir jafnan leik 3-1 (12-14, 12-10, 11-9, 11-5).

Tvíliðaleikur ungmenna stúlkna f 1995-1997

1       Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir+Sigrún Ebba Urbancic Tómasdóttir, HK/KR

Kolfinna og Sigrún voru eina skráða parið í flokknum.

Tvíliðaleikur ungmenna drengja f 1995-1997

1       Pétur Gunnarsson+Skúli Gunnarsson, KR

2       Adrian Héðinsson Gonzales+Björn Gunnarsson, HK

3-4    Kári Byrne+Sveinn Sigurðarson, Víkingur

3-4    Ólafur Ingi Sigurðarson+Júlíus Fannar Thorarensen, Ungmf. Samherjar/Akur

Bræðurnir Pétur og Skúli lögðu HK drengina 3-1 (11-8, 8-11, 11-7, 11-5) í úrslitaleiknum og unnu sinn fimmta sameiginlega titil í tvíliðaleik, auk þess sem báðir hafa orðið Íslandsmeistarar í tvíliðaleik með öðrum leikmönnum.

Úrslit úr öllum leikjum mótsins má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=D49054D2-F97D-48F4-93AF-61992908F782.

Forsíðumynd af Íslandsmeisturum unglinga frá Borðtennisdeild BH.

Fleiri myndir koma fljótlega.

 

ÁMU (uppfært 7.3.)

Aðrar fréttir