Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit frá unglingamóti HK

Í dag fór fram þriðja unglingamót HK í mótaröð sem lýkur með lokamóti 3. maí nk. Úrslit eru aðgengileg á Tournament Software.

Keppendur voru alls 29 og komu frá eftirfarandi félögum: HK, KR, Garpi, Leikni, BH og Víkingi. Athygli vakti að sex leikmenn komu frá Leikni sem er nýtt félag í borðtennis og átta leikmenn komu frá Garpi.

Sigurvegarar í einstökum flokkum voru:

  • Guðmundur Ólafur Bæringsson frá Garpi sigraði í flokki U11 karla en hann vann Brynjar Gylfa Malmquist frá HK í úrslitaleik. Í 3. – 4. sæti voru Jörundur Steinar Hansen frá HK og Hjörleifur Brynjólfsson frá HK.

  • Guðbjörg Stella Pálmadóttir frá Garpi sigraði í flokki U11 kvenna og Sigrún Ýr Hjartardóttir einnig frá Garpi var í 2. sæti.
  • Lúkas André Ólason frá KR sigraði í flokki 12-13 ára karla en hann vann Benedikt Darra Malmquist frá HK úrslitum. Í 3. til 4. sæti voru Dawid May-Majewski frá BH og Ari Jökull Jóhannesson frá Leikni.

  • Viktor Daníel Pulgar frá KR sigraði í flokki 14-15 ára karla. Í 2. sæti var Ahmed Albayyouk frá Leikni og í 3. sæti var Abdirman Muhanat Abdirman einnig frá Leikni.

Fréttin verður uppfærð síðar með fleiri myndum af sigurvegurum. Mynd með frétt er af Lúkasi André Ólasyni.

 

 

Aðrar fréttir