Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit í 1. deild karla réðust í dag!

Leikur nr. 2 í úrslitaleik KR og Víkings í 1. deild karla fór fram í dag kl. 14.00 í ljónagryfju KR-inga í Frostaskjóli.  KR-ingar mættu í leikinn fullir eldmóðs enda á heimavelli.  Víkingar mættu í leikinn yfirvegaðir og einbeittir, minnugir ófaranna í fyrra.  Andrúmsloftið var þétt, borðtennisborðið miðpunkturinn í umgjörð sem var svo þröng að áhorfendur nánast önduðu í hálsmál leikmanna.

Leikmenn hvors liðs ráðfærðu sig í einrúmi.  Hvaða niðurröðun myndi tryggja sigur í leiknum…hvatningaröskur heyrðist úr búðum KR-inganna, þeir voru tilbúnir til leiks.  Enn hærra öskur heyrðist úr búningsklefa ljónagryfjunnar og þustu leikmenn gestanna úr Víkingi inn í salinn.  Leikar gátu hafist.

Aðrar fréttir