Úrslit í einliðaleik dagur 5
Í undanúrslitum karla mættust Irfan Cekic, frá Svartfjalalandi, og Marios Yaingou frá Kýpur hins vegar og Damien Provost frá Mónakó og Luka Bakic frá Svartfjallalandi. Marios byrjaði betur og vann fyrstu endaði 3-1 fyrir Cekic. Í hinum undanúrslitaleiknum átti Provost góðan leik og sigraði Provost Bakic örugglega 3-0.
Í úrslitum mættust því Irfan Cekic og Damien Provost. Cekic hefur verið í úrlsitum á síðustu tveimur leikunum og unnið einn þeirra, þetta er því þriðji úrslitaleikurinn hans. Provost hefur spilað vel á mótinu hefur ekki tapað leik ennþá á mótinu. Hann hefur einnig unnið Cekic tvisvar áður á mótinu. Leikurinn var spennadi en Provost var að spila vel og þrátt fyrir góða baráttu hjá Cekic þá dugði það ekki til, Provost vann leikinn 3-0.
Í undanúrlsitum kvenna mættust Sarah De Nutte og Egle Tamasauskaite báðar frá Luxemborg og Xiaoxin Yang frá Mónakó og Viktoria Lucenkova frá Möltu. De Nutte átti ekki í neinum vandræðum með löndu sína og vann leikinn örugglega 3-0. Sömu sögu var að segja um leikinn milli Yang og Lucenkova, þar vann Yang örugglega 3-0.
Úrslitaleikurinn var því á milli Söruh De Nutte og Xiaoxin Yang. Yang sem er stigahæsti keppandinn á mótinu. Leikurinn fór hægt af stað og vann Yang örugglega fyrstu tvær loturnar örugglega. En í þriðju lotunni datt De Nutte í gírinn og stóð rækilega í Yang, lotan endaði þó 14-12 fyrir Yang. Yang sigraði De Nutte 3-0 og vann mótið.