Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit í einliðaleik frá seinni degi Norður-Evrópumóts unglinga

Keppni í einliðaleik á Norður-Evrópumóti unglinga lauk 28. júní en þá var leikið um einstök sæti. Magnús Gauti Úlfarsson náði bestum árangri íslensku unglinganna og bestum árangri íslenskra unglinga frá upphafi þessa móts, en hann varð í 8. sæti. Stella Karen Kristjánsdóttir varð í 11. sæti og Þórunn Ásta Árnadóttir og Lóa Floriansdóttir Zink í 12. sæti. Stúlkurnar unnu enga erlenda leikmenn í einliðaleiknum en það gerði Magnús Gauti, sem og Ingi Darvis Rodriquez og Ellert Kristján Georgsson.

Heimasíða mótsins: http://www.lauatennis.ee/web/node/1705

Úrslit úr einstökum leikjum íslensku leikmannanna 28. júní

Einliðaleikur drengja 16-18 ára

Ellert Kristján Georgsson – Óskar Agnarsson 2:3 (11-2; 11-13; 4-11; 11-7; 9-11 – leikið um 21.-24. sæti)
Ellert Kristján Georgsson – Gestur Gunnarsson 1:3 (6-11; 11-9; 5-11; 8-11 – leikur um 23. sæti)
Ellert lauk keppni í 24. sæti.

Elvar Kjartansson lauk keppni í 26. sæti af 26 keppendum.

Gestur Gunnarsson – Jan-Erik Nerman, Eistlandi 0:3 (7-11; 6-11; 5-11 – leikið um 21.-24. sæti)
Gestur Gunnarsson – Ellert Kristján Georgsson 3:1 (11-6; 9-11; 5-11;11-8 – leikur um 23. sæti)
Gestur lýkur keppni í 23. sæti.

Ingi Darvis Rodriquez – Osvaldas Juodelis, Litháen 1:3 (10-12; 11-13; 12-10; 3-11 – leikið um 17.-20. sæti)
Ingi Darvis Rodriquez – Krister Erik Etulaid, Eistland 3:1 (7-11; 11-5; 11-6; 11-7 – leikið um 19. sæti)
Ingi Darvis lauk keppni í 19. sæti.

Karl A. Claesson lauk keppni í 25. sæti af 26 keppendum.

Magnús Gauti Úlfarsson – Jan Roger Andersson, Noregi 3:0 (11-8; 14-12; 11-6 – leikur um 5.-12. sæti)
Magnús Gauti Úlfarsson – Arttu Pihkala, Finnlandi 0:3 (9-11; 5-11; 5-11 – leikur um 5.-8. sæti)
Magnús Gauti Úlfarsson – Stanislav Strogov, Eistlandi 0:3 (5-11; 5-11; 7-11 – leikur um 7. sæti)
Magnús Gauti lýkur keppni í 8. sæti.

Óskar Agnarsson – Ellert Kristján Georgsson 3:2 (2-11; 13-11; 11-4; 7-11; 11-9 – leikið um 21.-24. sæti)
Óskar Agnarsson – Jan-Erik Nerman, Eistlandi 1:3 (11-9; 5-11; 9-11; 7-11 – leikur um 21. sæti)
Óskar lauk keppni í 22. sæti.

Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára

Ársól lýkur keppni í 17. sæti af 19 keppendum.

Lára lýkur keppni í 18. sæti af 19 keppendum.

Stella Karen Kristjánsdóttir – Sofie Eriksson, Finnlandi 0:3 (5-11; 4-11; 9-11 – leikur um sæti 9.-12.)
Stella Karen Kristjánsdóttir – Þórunn Ásta Árnadóttir 3:2 (10-12; 2-11; 11-7; 11-7; 12-10, leikur um 11. sæti)
Stella lýkur keppni í 11. sæti.

Þórunn Ásta Árnadóttir – Sirli Jaanimägi, Eistlandi 0:3 (6-11; 1-11; 9-11 – leikur um sæti 9.-12.)
Þórunn Ásta Árnadóttir – Stella Karen Kristjánsdóttir 2:3 (12-10; 11-2; 7-11; 7-11; 10-12, leikur um 11. sæti)
Þórunn lýkur keppni í 12. sæti.

Einliðaleikur sveina 15 ára og yngri

Arnar Logi Viðarsson – Eiríkur Logi Gunnarsson 3:1 (9-11; 14-12; 12-10; 11-8 – leikur um 17.-20. sæti)
Arnar Logi Viðarsson – Kaarel Lusmägi, Eistlandi 0:3 (4-11; 9-11; 2-11 – leikur um 17. sæti)
Arnar Logi lauk keppni í 18. sæti af 21 keppanda.

Eiríkur Logi Gunnarsson – Arnar Logi Viðarsson 1:3 (11-9; 12-14; 10-12; 8-11 – leikur um 17.-20. sæti)
Eiríkur Logi Gunnarsson – Matiss Meckl 3:1 (8-11; 11-6; 11-6; 11-9, leikur um 19. sæti)
Eiríkur Logi lýkur keppni í 19. sæti af 21 keppanda.

Matiss Meckl – Kaarel Lusmägi, Eistlandi 0:3 (5-11; 8-11; 4-11 – leikur um 17.-20. sæti)
Matiss Meckl – Eiríkur Logi Gunnarsson 1:3 (11-8; 6-11; 6-11; 9-11, leikur um 19. sæti)
Matiss lýkur keppni í 20. sæti af 21 keppanda.

Trausti Freyr Sigurðsson – Daniel Halsteinli, Noregi (Norðmaðurinn mætti ekki til leiks – leikur um 13.-16. sæti)
Trausti Freyr Sigurðsson – Noah Hovdenak, Noregi 0:3 3:0 (4-11; 4-11; 2-11 – leikur um 14. sæti)
Trausti lauk keppni í 14. sæti af 21 keppanda.

Einliðaleikur meyja 15 ára og yngri

Harriet Cardew – Anja Myklebust, Noregi 0:3 (2-11; 7-11; 6-11 – leikur um 13.-16. sæti)
Harriet Cardew – Anastassia Humberseth, Noregi 0:3 (5-11; 9-11; 8-11 – leikur um 15. sæti)
Harriet lauk keppni í 16. sæti af 19 keppendum.

Hildur Marín Gísladóttir – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 2:3 (11-6; 5-11; 12-10; 7-11; 5-11 – leikur um 17. sæti)
Hildur Marín lauk keppni í 18. sæti af 19 keppendum.

Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir – Þóra Þórisdóttir 3:2 (11-13; 11-9; 11-6; 5-11; 11-9 – leikur um 17.-19. sæti)
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir – Hildur Marín Gísladóttir 3:2 (6-11; 11-5; 10-12; 11-7; 11-5 – leikur um 17. sæti)
Kristín lauk keppni í 17. sæti af 19 keppendum.

Lóa Floriansdóttir Zink – Aleksandra Titievskaja, Finnlandi 0:3 (1-11; 6-11; 4-11 – leikur um 9.-12. sæti)
Lóa Floriansdóttir Zink – Raili Nurga, Eistland 0:3 (2-11; 7-11; 9-11, leikur um 11. sæti)
Lóa lauk keppni í 12. sæti af 19 keppendum.

Þóra Þórisdóttir – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 2:3 (13-11; 9-11; 6-11; 11-5; 9-11 – leikur um 17.-19. sæti)
Þóra lauk keppni í 19. sæti.

Eftir að mótinu og verðlaunaafhendingu var lokið fór hluti hópsins á litla strönd við vatn í bænum, en aðrir héldu sig í nágrenni íþróttahallarinnar. Borðtennissambandið bauð svo upp pizzu á veitingastað í kvöldmat, sjá mynd hér fyrir neðan.

Myndir frá Kristjáni Viðari Haraldssyni. Á forsíðunni má sjá íslenska hópinn með þjálfurum.

 

ÁMU

Aðrar fréttir