Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit í flokkakeppni unglinga 2024-2025

Laugardaginn 16. nóvember fór fram flokkakeppni unglinga 2024 – 2025 á Selfossi. Mótið var virkilega vel heppnað og vel að því staðið hjá Selfossi. Alls voru 12 borð uppsett í salnum og góð aðstaða var fyrir áhorfendur.

Alls voru 25 lið skráð til leiks. Keppendur komu frá 10 félögum: Selfossi, Dímon, KR, BH, HK, BR, Víkingi, Garpi, Leikni og Stokkseyri. Tvö síðasttöldu félögin áttu þátttakendur í fyrsta sinn á þessu móti.

Garpur átti lang flest lið á mótinu en Garpur og Selfoss tóku einnig vel á móti þeim fimm leikmönnum sem mættu og vantaði félaga út af forföllum. Fyrir það ber að þakka.

Hér fyrir neðan eru myndir af verðlaunahöfum í einstaka flokkum en öll úrslit má finna á Tournament Software.

Drengir fæddir 2007-2009

1. Garpur/Víkingur (Anton Óskar Ólafsson, Benedikt Aron Jóhannsson)
2. KR/Selfoss (Almar Elí Ólafsson, Elvar Ingi Stefánsson, Pétur Xiaofeng Árnason)

Meyjar fæddar 2010-2011

1. KR (Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Helena Árnadóttir)
2. BR/KR (Emma Niznianska, Marta Dögg Stefánsdóttir, Þórunn Erla Gunnarsdóttir)
3. BR/Garpur (Freyja Dögg Vignisdóttir, Guðný Lilja Pálmadóttir, Miriam Niznianska)

Sveinar fæddir 2010-2011

1. KR (Lúkas André Ólason, Viktor Daníel Pulgar)
2. BH (Heiðar Leó Sölvason, Kristján Ágúst Ármann, Sigurður Einar Aðalsteinsson)
3. Garpur-A/Víkingur (Adam Lesiak, Sævar Hörður Sverrisson, Þorgeir Óli Eiríksson)
4. Garpur-C (Geir Thorberg Geirsson, Hákon Þór Kristinsson)

Piltar fæddir 2012 og síðar

1. HK-A (Benedikt Darri Garðarsson Malmquist, Sindri Þór Rúnarsson)
2. Garpur-A (Aron Einar Ólafsson, Guðmundur Ólafur Bæringsson)
3.-4. HK-B (Brynjar Gylfi Garðarsson Malmquist, Jörundur Steinar Hanssen)
3.-4. HK-C (Björn Kári Valsson, Hjörleifur Brynjólfsson)

Í flokknum stúlkur fæddar 2007-2009 var aðeins eitt lið skráð en þær spiluðu vináttuleiki með strákunum til að fá keppni.

Flokkurinn telpur fæddar 2012 og síðar féll niður vegna ónógrar þátttöku. Einn keppandi var skráður og hún fékk að spila með liði í flokknum fyrir ofan.

Uppfært 19.11.

Aðrar fréttir