Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit ÍFR mótsins fyrr í dag

Í dag fór fram hið stórskemmtilega árlega 2. flokks mót Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) en á mótinu taka þátt bæði fatlaðir og ófatlaðir í bæði karla og kvennaflokki.  Hafa margir Íslandsmeistarar háð þar sína fyrstu keppni í 2 flokki. Veg og vanda af mótinu höfðu þjálfarar ÍFR í borðtennis þeir Kristján Aðalbjörn Jónasson og Helgi Þ Gunnarsson.

Í dag bar Gestur Gunnarsson úr KR sigur úr bítum í 2. flokki karla og Harriet Cardew úr BH  í 2 flokki kvenna.  Var þetta fyrsti sigur þeirra beggja í 2. flokks móti.

Verðlaun í dag veitti Garðar Steingrímsson formaður ÍFR.

 

Aðrar fréttir