Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit Íslandsmótsins 2013

Íslandsmótinu lauk fyrr í dag í TBR húsinu.  Sá einstaki atburður varð að Guðmundur Stephensen Víkingi sigraði tuttugasta árið í röð í einliðaleik í Meistaraflokki karla.  Í ár voru keppendur 108 frá HK, Fjölni, Erninum, ÍFR, Dímon, KR, Nes, Víkingi, Akri og BH.  Umgjörð mótsins í ár var öll hin glæsilegasta og fleiri áhorfendur nú en undanfarin ár.
Ótvíræðir sigurvegarar mótsins voru þau Guðmundur Stephensen og Eva Jósteinsdóttir úr Víkingi sem tóku heim þrjá Íslandsmeistaratitla í einliðaleik, tviliðaleik og tvenndarkeppni.

Keppnisfólk HK gerði einnig gott mót en Kolfinna Bjarnadóttir varð Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna og Björn Gunnarsson varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla.

KR ingurinn Pétur Marteinn Tómasson varð Íslandsmeistari í 1. flokki karla og fékk KR flesta verðlaunapeninga á mótinu.

BH fékk fyrstu verðlaun sín á Íslandsmóti fullorðinna en Ólöf Sólveig Ólafsdóttir fékk brons í 2. flokki kvenna.

Keppendur úr Dímon, Ösp og Nes fengu einnig verðlaun á mótinu.

Aðrar fréttir