Úrslit réðust í fimm flokkkum á Íslandsmóti unglinga í dag
Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir sigraði í tveimur flokkum í dag. Mynd frá Arctic mótinu 2013.
Úrslit réðust í fimm flokkum á fyrri degi Íslandsmóts unglinga í dag. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK, sigraði í tveimur flokkum, í einliðaleik meyja fæddra 1999-2000 og í tvenndarleik fæddra 1996-1998 með Adrían Héðinssyni Gonzalez en þar spilaði Kolfinna upp fyrir sig í aldri.
Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi, sigraði í einliðaleik ungmenna drengja fæddra 1993-1995.
Jóhannes Bjarki Tómasson, BH og Sigrún Ebba Tómasdóttir, KR, sigruðu í tvenndarleik ungmenna fæddra 1993-1995. Magnús Gauti Úlfarsson og Sigurjóna Hauksdóttir, BH, sigruðu í tvenndarleik fæddra 1999 og síðar.
Úrslit úr leikjum dagsins eru komin inn á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com.
ÁMU (fleiri myndir settar inn 12.4.)