Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit réðust í sjö flokkum á fyrri degi Íslandsmóts unglinga

Úrslit réðust í sjö flokkum á fyrri degi Íslandsmóts unglinga í borðtennis, sem fram fer í KR-heimilinu um helgina. 

Stefanía Katrín Einarsdóttir, KR; Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon; Fríður Rún Sigurðardóttir, KR og Kári Mímisson, KR sigruðu í sínum flokki í einliðaleik. Adrían Héðinsson Gonzalez / Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK; Skúli Gunnarsson, KR / Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon og Kári Mímisson / Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR sigruðu í tvenndarkeppni.  KR-ingar lönduðu því 4,5 titli, Dímon 1,5 og HK einum. 
 

Þátttaka á mótinu er mjög góð og voru 118 þátttakendur skráðir til leiks frá 8 félögum (Akri, BH, Dímon, Garpi, HK, KR, Ungmennafélagi Hrunamanna og Víkingi).
Mótið heldur áfram sunnudaginn 11. mars og hefst með keppni í tvíliðaleikjum kl. 10. Undanúrslit og úrslit í einliðaleikjum hefjast kl. 12. Mótinu lýkur síðan með verðlaunaafhendingu að loknum úrslitaleikjum.
ÁMU


Verðlaunahafar í tvenndarkeppni 15 ára og yngri (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)

Aðrar fréttir