Sigurvegarar Reykjavík International Games í borðtennis 2015

           Emil Oskar frá Svíþjóð og Kolfinna Bjarnadóttir HK

Reykjavík International Games í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 24. janúar sl. 

 Bestu leikmenn landsins léku í karla og kvennaflokk auk erlendra leikmanna sem komu frá Svíþjóð, Rúmeníu, Ungverjalandi og Slóvakíu.  Mótið var mjög vel heppnað þar sem mikið var um skemmtilega og spennandi leiki í háum gæðaflokki og er greinilegt að mikið að ungum og efnilegum leikmönnum eru að stíga fram.