Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr afmælismóti KR 2. nóvember

Verðlaunahafar í karlaflokki með Gylfa Dalmann Aðalsteinssyni, formanni KR (Mynd: Aldís Rún Lárusdóttir).

Borðtennisdeild KR hélt afmælismót sunnudaginn 2. nóvember 2014 í KR-heimilinu við Frostaskjól. Mótið var haldið í tilefni af 115 ára afmæli KR og 45 ára afmæli Borðtennisdeildar KR. Á mótinu var keppt í tvíliðaleik og bryddað upp á þeirri nýjung að leika í einum flokki samkvæmt Monrad kerfi, sem aðallega er notað á skákmótum.

Í karlaflokki sigruðu KR-ingarnir Breki Þórðarson og Pétur Gunnarsson. Þeir unnu alla sex leiki sína og sigruðu m.a. öll liðin í 2.-5. sæti.

Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK og Sigrún Ebba Tómasdóttir úr KR fengu flesta vinninga kvenna eða fjóra.

Ingi Darvis Rodgriguez og Ísak Indriði Unnarsson úr Víkingi fengu viðurkenningu fyrir bestan árangur para, sem hafa færri en 2700 stig á styrkleikalista BTÍ.

ÁMU

Aðrar fréttir