Úrslit úr aldursflokkamóti BH
Laugardaginn 7. október fór fram aldursflokkamót í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Á mótinu var bryddað upp á þeirri nýjung í byrjendaflokki að keppa ekki til stiga. Í staðinn kepptu leikmenn í sex mínutur áður en þeir fengu nýjan mótherja í flokknum. Þetta fyrirkomulag hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á borðtennismótum. Nokkuð var um að keppendur skráðu sig í mótið sérstaklega til þess að taka þátt í byrjendaflokki sem þeir hefðu annars ekki gert ef stigin hefðu verið talin.
Í einstökum aldursflokkum var keppt í sameinuðum flokkum kynja.
Þátttaka á mótinu var góð. Um sextíu keppendur skráðu sig til leiks úr fimm félögum. Þau stóðu sig með mikilli prýði og fengu einróma hrós mótshaldara fyrir kapp sitt, dug og prúðmannlega hegðun.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Telpur og piltar (2010-2011)
1 Kristján Ágúst Ármann, BH
2 Heiðar Leó Sölvason, BH
3/4 Dawid May-Majewski, BR
3/4 Benedikt Jiyao Davíðsson, Víkingi
Meyjar og sveinar (2008-2009)
1 Alexander Chavdarov Ivanov , BH
2 Anton Óskar Ólafsson, Garpi
3/4 Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
3/4 Arnór Bjarki Lárusson, Víkingi
Strákar og stelpur (2004-2007)
1 Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
2 Sól Kristínardóttir Mixa, BH
3/4 Alexander Chavdarov Ivanov, BH
3/4 Þorbergur Pálmarson, BH