Úrslit úr aldursflokkamóti BH
Maraþonmót fór fram á Strandgötunni í dag þar sem keppt var í hefðbundnum aldursflokkum. Mótið hófst klukkan 11 í morgun og lauk nú um kvöldmatarleytið. 61 keppandi tók þátt á mótinu sem mæltist vel fyrir meðal keppenda og áhorfenda sem stóðu sig öll með prýði. Allir keppendur í yngsta aldursflokknum fengu þátttökuverðlaun sem er hefð sem hefur mælst vel fyrir í BH og hvetur félagið alla til að taka það fyrirkomulag upp.
Borðtennisdeild BH þakkar keppendum og gestum fyrir góðan dag. Styrktaraðili mótsins var Borg fasteignasala sem bauð gestum upp á léttar veitingar og kaffi og fær bestu þakkir fyrir samstarfið.
Sigurvegarar í einstökum flokkum voru:
Piltar, fæddir 2010-2011 – Dawid May-Majewski (BR)
Telpur, fæddar 2010-2011 – Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir (KR)
Sveinar, fæddir 2008-2009 – Alexander Ivanov (BH)
Meyjar, fæddar 2008-2009 – Weronika Grzegorczyk (Garpur)
Drengir, fæddir 2005-2007 – Alexander Ivanov (BH)
Stúlkur, fæddar 2005-2007 – Kristjana Áslaug Thors (KR)
Verðlaunahafar í einstökum flokkum:
Piltar, fæddir 2010-2011
1. Dawid May-Majewski, BR
2. Kristján Ágúst Ármann, BH
3.-4. Lúkas André Ólason, KR
3.-4. Heiðar Leó Sölvason, BH
Telpur, fæddar 2010-2011
1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
2. Helena Árnadóttir, KR
3.-4. Emma Niznianska, BR
3.-4. Natálía Marciníková, KR
Sveinar, fæddir 2008-2009
1. Alexander Chavdarov Ivanov, BH
2. Anton Óskar Ólafsson, Garpi
3.-4. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
3.-4. Tómas Hinrik Holloway, KR
Drengir, fæddir 2005-2007
1. Alexander Chavdarov Ivanov, BH
2. Tómas Hinrik Holloway, KR
3.-4. Magnús Thor Holloway, KR
3.-4. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
Byggt á frétt frá Borðtennisdeild BH og myndir koma frá BH.