Úrslit úr aldursflokkamóti BH 9. febrúar
Aldursflokkamót BH fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu 9. febrúar. Keppendur voru 60 talsins og komu verðlaunahafar úr sjö félögum, frá BH, Dímon, Garpi, Heklu, HK, KR og Víkingi. Sigurvegarar í einstökum flokkum voru þau Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, Alexander Ivanov, BH, Birkir Smári Traustason, BH, Ellert Kristján Georgsson, KR, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, Steinar Andrason, KR, Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingi og Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR. Mótið er hluti af aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands og verða stigahæstu unglingarnir í hverjum aldursflokki verðlaunaðir að loknu síðasta móti keppnistímabilsins.
Úrslit í einstökum flokkum
Hnokkar 11 ára og yngri
- Alexander Chavdarov Ivanov, BH
- Vikar Reyr Víðisson, Garpur
3.-4. Nikulás Dagur Jónsson, BH
3.-4. Steindór Orri Þorbergsson, Garpur
Piltar 12-13 ára
- Birkir Smári Traustason, BH
- Kristófer Júlían Björnsson, BH
3.-4. Kristinn Viðar Eyjólfsson, Umf. Hekla
3.-4. Kristinn Már Sigurðarson, Garpur
Sveinar 14-15 ára
- Steinar Andrason, KR
- Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
3.-4. Askur Ingi Bjarnason, Víkingi
3.-4. Benedikt Vilji Magnússon, KR
Drengir 16-18 ára
- Ellert Kristján Georgsson, KR
- Thor Thors, KR
- Davíð Þór Ásgeirsson, BH
- Reynir Snær Skarphéðinsson, BH
Tátur 11 ára og yngri
- Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
- Elísa Þöll Bjarnadóttir, HK
3.-4. Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpur
3.-4. Magnea Ósk Hafsteinsdóttir, Dímon
Telpur 12-13 ára
- Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
- Sól Kristínardóttir Mixa, BH
- Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
- Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Dímon
Meyjar 14-15 ára (sjá mynd á forsíðu)
- Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
- Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
Stúlkur 16-18 ára
1 Stella Karen Kristjánsdóttir, VÍking
2 Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
3.-4. Harriet Cardew, BH
3.-4. Lára Ívarsdóttir, KR
Myndir af verðlaunahöfum verða settar inn 27.2 en þær voru teknar af fésbókarsíðu BTÍ.
ÁMU