Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr aldursflokkamóti BH

Aldursflokkamót BH fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 14. janúar og var mótið hluti af aldursflokkamótaröð BTÍ. Þátttaka í mótinu var mjög góð og voru 59 skráðir keppendur frá Akri, BH, Dímon, HK, KR, Umf. Samherjum og Víkingi.

Sigurvegarar í einstökum flokkum voru Agnes Brynjardóttir, Víkingi; Alexander Ivanov, BH; Ársól Clara Arnardóttir, KR; Eiríkur Logi Gunnarsson, KR; Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR; Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR; Magnús Gauti Úlfarsson, BH og Matiss Leo Meckl, Akri.

Ársól Clara Arnardóttir og Eiríkur Logi Gunnarsson hafa unnið sinn flokk á öllum þremur aldursflokkamótunum sem  haldin hafa verið á keppnistímabilinu. Agnes Brynjarsdóttir, Alexander Ivanov og Magnús Gauti Úlfarsson hafa unnið sinn flokk á tveimur mótum. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir var eini keppandinn í tátuflokki á tveimur mótum.

Auk verðlaunabikars fyrir sigurvegara og verðlaunapeninga fengu verðlaunahafar boð um þátttöku í afreksíþróttabúðum BH, sem verða haldnar 22. apríl.

Verðlaunahafar:

Drengir 2000-2002

 1. Magnús Úlfarsson, BH
 2. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingur

3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR

3.-4. Gestur Gunnarsson, KR

Magnús vann Inga 3-1 (10-12, 11-8, 11-3, 11-7) í úrslitaleiknum.

Stúlkur 2000-2002

 1. Ársól Clara Arnardóttir, KR
 2. Lára Ívarsdóttir, KR
 3. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
 4. Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi

Keppni var spennandi í stúlknaflokki og töpuðu þrjár efstu allar einum leik. Ársól vann Stellu 3-1, Stella vann Láru 3-2 og Lára vann Ársól 3-2. Ársól kom best út úr innbyrðis leikjum þeirra þriggja og sigraði því í flokknum.

Sveinar 2003-2004

 1. Matiss Leo Meckl, Akri
 2. Steinar Andrason, KR

3.-4. Heiðmar Sigmarsson, Samherjum

3.-4. Úlfur Hugi Sigmundsson, Samherjum

Matiss kom á óvart og vann tvo stigahæstu leikmennina í flokknum, þá Heiðmar og Steinar. Hann lagði Steinar 3-2 í úrslitum (7-11, 11-6, 15-13, 3-11, 11-7). Sjá mynd á forsíðu.

Meyjar 2003-2004

 1. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
 2. Lóa Floríansdóttir Zink, KR
 3. Þóra Þórisdóttir, KR
 4. Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR

Í meyjaflokki var keppni jöfn og töpuðu þrjár efstu allar einum leik. Kristín vann Lóu 3-0, Lóa vann Þóru 3-0 og Þóra vann Kristínu 3-2. Kristín kom best út úr innbyrðis leikjunum og hreppti sigur í flokknum.

 

Piltar 2005-2006

 1. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
 2. Trausti Freyr Sigurðsson, Samherjum

3.-4. Ingibert Snær Erlingsson, HK

3.-4. Kristófer Björnsson, BH

Eiríkur lagði Trausta 3-0 (11-6, 11-5, 11-4) í úrslitaleiknum. Trausti vann Kristófer 3-2 í undanúrslitum en Kristófer var næststigahæsti leikmaðurinn í flokknum.

Telpur 2005-2006

 1. Agnes Brynjardóttir, Víkingi
 2. Sól Kristínardóttir Mixa, BH
 3. Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
 4. Kristrún Halla Snorradóttir, BH

Agnes vann alla sína leiki án þess að tapa lotu. Hún vann Sól 3-0 (11-6, 11-8, 11-4) í úrslitaleiknum.

 

Hnokkar 2007 og síðar

 1. Alexander Ivanov, BH
 2. Óskar Davíð Áss Sigurðsson, KR

3.-4. Logi Þórólfsson, KR

3.-4. Theodór Svarfdal Sveinbjörnsson, BH

Alexander var öruggur sigurvegari í flokknum og tapaði ekki lotu. Hann vann Óskar 3-0 (11-2, 11-6, 11-5) í úrslitum.

Tátur 2007 og síðar

 1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR

Guðbjörg Vala var eini skráði keppandinn í telpnaflokki en fékk að spila við telpurnar í næsta aldursflokki fyrir ofan.

 

Myndir koma frá Borðtennisdeild BH og verða fleiri myndir settar inn á næstunni.

 

ÁMU

Aðrar fréttir