Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr aldursflokkamóti Dímonar

Fyrsta aldursflokkamót keppnistímabilsins var haldið af Íþróttafélaginu Dímon í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli 15. október. Keppt var í fjórum aldursflokkum stúlkna og drengja og voru skráðir keppendur 67 talsins. Sigurvegarar í flokkunum voru þessi: Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi; Alexander Ivanov, BH; Ársól Clara Arnardóttir, KR; Eiríkur Logi Gunnarsson, KR; Magnús Gauti Úlfarsson, BH; Nanna Ólafsdóttir, KR; Thor Thors, KR og Þóra Þórisdóttir, KR.

Þeir leikmenn sem hafna í 8 efstu sætunum í hverjum flokki fá stig. Átta stigahæstu leikmennirnir að loknum aldursflokkamótum keppnistímabilsins fá boð á lokamót aldursflokkamótaraðarinnar.

Úrslit í einstökum flokkum:

Tátur fæddar 2007 og síðar

 1. Nanna Ólafsdóttir, KR
 2. Natalía Óskarsdóttir, KR
 3. Magnea Ósk Hafsteinsdóttir, Dímon

Nanna sigraði Natalíu 3-1 (11-5, 13-11, 7-11, 11-5) í úrslitum.

Hnokkar fæddir 2007 og síðar

 1. Alexander Ivanov, BH
 2. Theodór Sveinbjörnsson, BH

3.-4. Nikulás Jónsson, BH

3.-4. Orri Ármannsson, KR

Alexander vann Theodór 3-1 (11-7, 8-11, 11-5, 11-7) í úrslitaleiknum.

Telpur fæddar 2005-2006

 1. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
 2. Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Alexía Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Karitas Ármannsdóttir, KR

Agnes vann Sól 3-2 í úrslitaleiknum (7-11, 11-5, 11-8, 3-11, 11-3) en þessar tvær mættumst einmitt í úrslitaleiknum á Íslandsmóti unglinga sl. vor, þar sem Agnes sigraði einnig. Karitas vantar á mynd af verðlaunahöfum.

Piltar fæddir 2005-2006

 1. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
 2. Kristófer Björnsson, BH

3.-4. Gunnar Þórisson, KR

3.-4. Rúnar Þorvaldsson, Dímon

Eiríkur vann Kristófer 3-0 (11-6, 11-8, 11-2) í úrslitaleiknum. Rúnar vantar á mynd af verðlaunahöfum.

Meyjar fæddar 2003-2004

 1. Þóra Þórisdóttir, KR
 2. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR

3.-4. Harriet Cardew, KR

3.-4. Lóa Floriansdóttir Zink, KR

Þóra sigraði Kristínu 3-0 (11-6, 12-10, 11-6) í úrslitaleiknum og tapaði ekki lotu á mótinu.

Sveinar fæddir 2003-2004

 1. Thor Thors, KR
 2. Matthías Benjamínsson, KR

3.-4. Aron Valgeirsson, HK

3.-4. Benedikt Vilji Magnússon, KR

Thor vann Matthías 3-2 (6-11, 11-9, 11-8, 5-11, 11-8) í jöfnum úrslitaleik.

Stúlkur fæddar 2000-2002

 1. Ársól Clara Arnardóttir, KR
 2. Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi
 3. Lára Ívarsdóttir, KR

Ársól lagði Þórunni 3-1 (11-9, 12-10, 7-11, 11-9) í jöfnum leik.

Drengir fæddir 2000-2002

 1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
 2. Birgir Ívarsson, BH

3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR

3.-4. Karl A. Claesson, KR

Magnús Gauti sigraði Birgi, félaga sinn úr BH 3-0 (11-9, 11-9, 11-7) í úrslitum.

Allar myndir eru frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

 

ÁMU

Aðrar fréttir