Úrslit úr aldursflokkamóti KR 24. september
Eiríkur Logi Gunnarsson, KR; Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi; Karitas Ármannsdóttir, KR; Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR; Kristófer Júlían Björnsson, BH; Magnús Gauti Úlfarsson, BH; Sól Kristínardóttir Mixa, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi sigruðu sínum aldursflokki á aldursflokkamóti KR, sem haldið var í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 24. september. Keppendur komu frá BH, Dímon, HK, KR, Umf. Heklu og Víkingi.
Úrslit í einstökum flokkum:
Hnokkar fæddir 2006 og síðar
- Kristófer Júlían Björnsson, BH
- Alexander Ivanov. BH
Aðeins tveir af skráðum keppendum mættu til leiks. Kristófer sigraði Alexander, félaga sinn úr BH örugglega í úrslitum 3-0 (11-3, 11-4, 11-5).
Tátur fæddar 2006 og síðar
- Sól Kristínardóttir Mixa, BH
- Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
- Alexía Kristínardóttir Mixa, BH
- Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Dímon
Sól vann alla sína leiki og lagði Berglindi 3-0 (11-5, 11-3, 11-7) í þeirra innbyrðis leik.
Piltar fæddir 2004-2005
- Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
- Steinar Andrason, KR
3.-4. Ari Benediktsson, KR
3.-4. Karl Jóhann Halldórsson, BH
Eiríkur vann Steinar 3-0 (11-5, 11-4, 11-8) í úrslitum eftir að Steinar hafði sigrað Ara, stigahæsta leikmanninn 3-2 í hörkuleik í undanúrslitum.
Telpur fæddar 2004-2005
- Karitas Ármannsdóttir, KR
- Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR
- Kristjana Áslaug Káradóttir, KR
- Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
KR átti alla keppendur í flokknum. Karitas vann alla sína leiki og vann Hildi 3-0 (11-7, 11-7, 11-7) í þeirra innbyrðis leik.
Mynd vantar.
Sveinar fæddir 2002-2003
- Ísak Indriði Unnarsson, Víkingur
- Ingi Brjánsson, KR
3.-4. Reynir Snær Skarphéðinsson, BH
3.-4. Þorgils Gunnarsson, Umf. Hekla
Ísak vann Inga 3-0 (11-8, 11-7, 11-8) í úrslitaleiknum.
Meyjar fæddar 2002-2003
- Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
- Lóa Floriansdóttir Zink, KR
Kristín sigraði Lóu 3-0 (11-7, 11-4, 11-6) í úrslitum.
Drengir fæddir 1999-2001
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH
- Birgir Ívarsson, BH
3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR
3.-4. Ísak Aryan Goyal, KR
Félagarnir Magnús Gauti og Birgir úr BH mættust í úrslitaleiknum þar sem Magnús sigraði örugglega 3-0 (11-6, 11-3, 11-7).
Stúlkur fæddar 1999-2001
- Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingur
- Ársól Arnardóttir, KR
Stella sigraði Ársól 3-0 (15-13, 11-6 og 11-9) í úrslitaleik.
Öll úrslit úr mótinu eru á vef Tournament Software, sjá http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=9ED2A1F6-E542-4307-A10B-3DC420325F16
Á forsíðumyndinni má sjá Eirík Loga Gunnarsson á aldursflokkamóti Samherja í nóv. 2015.
Myndir frá Ingimar Ingimarssyni og Magnúsi Stefánssyni.
ÁMU (uppfært 26.9.)