Síðasta aldursflokkamót keppnistímabilsins 2018-2019 fór fram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 28. apríl. Keppendur komu frá BH, Garpi, HK, KR, Samherjum og Víkingi.
Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi; Alexander Ivanov, BH; Eiríkur Logi Gunnarsson, KR; Ellert Kristján Georgsson, KR; Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR; Kristófer Júlían Björnsson, BH og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi sigruðu í sínum aldursflokkum á mótinu.
Að móti loknu voru veittar viðurkenningar fyrir fjóra stigahæstu leikmenn í hverjum flokki, og er farið yfir þær í annarri frétt.

Drengir fæddir 2001-2003
1. Ellert Kristján Georgsson, KR
2. Gestur Gunnarsson, KR
3. Jóhannes Kári Yngvason, KR
4. Thor Thors, KR
Ellert sigraði alla andstæðinga sína og vann Gest 3-1 (0-11, 11-6, 11-2, 11-8).

Stúlkur fæddar 2001-2003
1. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
2. Lóa Floriansdóttir Zink, KR
3. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
4. Lára Ívarsdóttir, KR
Stella vann alla leiki sína og lagði Lóu 3-1 (6-11, 11-5, 11-6, 11-8).

Sveinar fæddir 2004-2005
1. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
2. Steinar Andrason, KR
3.-4. Askur Ingi Bjarnason, Víkingi
3.-4. Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH
Eiríkur og Steinar hafa oft mæst í úrslitum í vetur og í þetta sinn hafði Eiríkur betur 3-0 (11-4, 11-4, 11-8).
Meyjar fæddar 2004-2005
1. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR
2. Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
Mynd af verðlaunahöfum vantar.
Hildur Halla og Þuríður Þöll mættust í hreinum úrslitaleik og hafði Hildur betur 3-0 (11-5, 11-9, 11-5).

Piltar fæddir 2006-2007
1. Kristófer Júlían Björnsson, BH
2. Stefán Aðalgeir Stefánsson, KR
3.-4. Kristófer Logi Ellertsson, BH
3.-4. Magnús Thor Holloway, KR
Kristófer Júlían vann alla leiki sína á mótinu 3-0 og vann Stefán 11-3, 11-3, 11-3 í úrslitum.

Telpur fæddar 2006-2007
1. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi
2. Sólveig Kristinsdóttir, Samherjum
3. Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
4. Sylvía Sif Sigurðardóttir, Garpi
Agnes tapaði ekki lotu í flokknum og vann Sólveigu 11-8, 11-3, 11-5.

Hnokkar fæddir 2008 og síðar
1. Alexander Ivanov, BH
2. Vikar Reyr Víðisson, Garpi
3.-4. Dagur Orrason, Víkingi
3.-4. Nikulás Dagur Jónsson, BH
Alexander lagði Vikar 3-0 (11-9, 11-3, 11-6) í úrslitum en þetta var fjölmennasti flokkurinn á mótinu.
Tátur fæddar 2008 og síðar
1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
2. Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi
3. Elísa Þöll Bjarnadóttir, HK
4. Ásta Rún Jóhannsdóttir, KR
Sjá mynd á forsíðu.
Guðbjörg Vala vann alla leiki sína og sigraði Lisbeth 3-1 (11-5, 11-8, 2-11, 14-12).
Myndir tók Auður Tinna Aðalbjarnardóttir.
ÁMU
© Borðtennissamband Íslands