Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr aldursflokkamóti Umf. Samherja 15. nóvember

Umf. Samherjar í Eyjafjarðarsveit hélt fyrsta aldursflokkamótið sitt að Hrafnagili sunnudaginn 15. nóvember. Skráðir keppendur voru 36 talsins og komu frá Akri, BH, KR, Umf. Heklu, Umf. Samherjum, Umf. Æskunni og Víkingi. Mótið er hluti af aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands og safna leikmenn stigum yfir veturinn. Stigahæstu leikmennirnir vinna sér sess á lokamótinu, sem fram fer í apríl 2016.

Hildur Marín Gísladóttir, Samherjum; Júlíus Fannar Thorarensen, Akri; Kári Ármannsson, KR; Sindri Sigurðarson, Samherjum; Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR og Þorgils Gunnarsson, Heklu sigruðu í sínum aldursflokkum á mótinu.

Úrslit úr einstökum flokkum:

Verðlaunahafar á aldursflokkamóti Samherja í drengjaflokki

Verðlaunahafar á aldursflokkamóti Samherja í drengjaflokki

Drengir fæddir 1998-2000

  1. Júlíus Fannar Thorarensen, Akri
  2. Þorri Starrason, Æskunni
  3. Jón Smári Hansson

Júlíus vann báða andstæðinga sína 3-0, og vann Þorra 11-6, 11-6, 13-11.

Verðlaunahafar í sveinaflokki á aldursflokkamóti Samherja

Verðlaunahafar í sveinaflokki á aldursflokkamóti Samherja

Sveinar fæddir 2001-2002

  1. Kári Ármannson, KR
  2. Ingi Brjánsson, KR

3/4. Ellert Kristján Georgsson, KR

3/4. Karl Andersson Claesson, KR

Þetta var fjölmennasti flokkurinn á mótinu. Sömu fjórir keppendurnir voru í verðlaunasætum eins og á síðasta móti, nema að Ingi og Ellert höfðu sætaskipti. Kári sigraði eins og á síðasta aldursflokkamóti, og tapaði ekki lotu á mótinu. Hann vann Inga 11-8, 11-4, 11-3 í úrslitaleiknum.

Meyjar fæddar 2001-2002 (mynd vantar)

  1. Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR
  2. Guðbjörg Lív Margrétardóttir, KR

Sveina vann Guðbjörgu 3-0 (11-4, 12-10, 11-3) í úrslitum.

Piltar fæddir 2003-2004 (sjá mynd á forsíðu)

  1. Þorgils Gunnarsson, Heklu
  2. Heiðmar Sigmarsson, Samherjum

3/4. Aron Birkir Guðmundsson, Heklu

3/4. Úlfur Hugi Sigmundsson, Samherjum

Þorgils sigraði í piltaflokki eins og á síðasta aldursflokkamóti. Hann lagði heimamanninn Heiðmar 3-0 (11-6, 11-6, 11-8) í úrslitaleiknum. Hann lenti í hörkuleik við félaga sinn, Aron Birki í undanúrslitum og sigraði 3-1.

Verðlaunahafar í telpnaflokki á aldursflokkamóti Samherja

Verðlaunahafar í telpnaflokki á aldursflokkamóti Samherja

Telpur fæddar 2003-2004

  1. Hildur Marín Gísladóttir, Samherjum
  2. Helena Diljá Sigurðardóttir, Víkingi

Hildur sigraði Helenu 3-0 (11-7, 11-5, 11-5) í úrslitaleiknum.

Verðlaunahafar í hnokkaflokki á aldursflokkamóti Samherja

Verðlaunahafar í hnokkaflokki á aldursflokkamóti Samherja

Hnokkar fæddir 2005 og síðar

  1. Sindri Sigurðarson, Samherjum
  2. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR

3/4. Trausti Freyr Sigurðarson. Samherjum

3/4. Enok Atli Reykdal

Sindri sigraði Eirík Loga 3-1 (11-9, 8-11, 11-9, 11-5) í jöfnum úrslitaleik. Trausti Freyr var á verðlaunapalli eins og á síðasta móti.

Keppni féll niður í flokki táta fæddra 2005 og síðar og flokki stúlkna fæddra 1998-2000.

Myndir eru frá Umf. Samherjum. Með verðlaunahöfum á myndunum er Sigurður Valur Sverrisson, formaður BTÍ.

 

ÁMU

 

Aðrar fréttir