Úrslit úr aldursflokkamóti Víkings 26. mars
Úrslit úr aldursflokkamóti Víkings þann 26. mars, en mótið var jafnframt síðasta mótið í aldursflokkamótaröð keppnistímabilsins.
Keppendur voru 47 talsins og tóku keppendur frá Kjalarnesi í fyrsta skipti þátt í móti á mótaröðinni. Þau kepptu undir merkjum UMSK.
Úrslit voru óvænt í flokki drengja fæddra 1999-2001, þar sem Óskar Agnarsson úr HK sigraði. Hann þurfti m.a. að leggja Ellert Kristján Georgsson, sem leikur í 1. flokki, til að sigra í flokknum.
Íslandsmeistararnir í flokki 11 ára og yngri biðu bæði lægri hlut í úrslitaleikjunum. Birkir Smári Traustason úr BH sigraði Alexander Ivanov úr BH 3-0 í hnokkaflokki og Sól Kristínardóttir Mixa vann Agnesi Brynjarsdóttur úr Víkingi 3-1 í tátuflokki.
Aðrir sigurvegarar á mótinu voru Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR, í flokki telpna fæddra 2004-2005, Steinar Andrason, KR, í flokki pilta fæddra 2004-2005, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR, í flokki meyja fæddra 2002-2003, Ingi Darvis Rodriquez, Víkingi, í flokki sveina fæddra 2002-2003 og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, í flokki stúlkna fæddra 1999-2001.
Úrslitin eru jafnframt komin á vef Tournament Software, www.tournamentsoftware.com. Ef eitthvað er athugavert við skráninguna vinsamlegast hafið samband við undirritaða á [email protected].
Úrslit í einstökum flokkum
Tátur fæddar 2006 og síðar
1 Sól Kristínardóttir Mixa BH
2 Agnes Brynjarsdóttir Víkingur
3-4 Alexía Kristínardóttir Mixa BH
3-4 Berglind Anna Magnúsdóttir KR
Hnokkar fæddir 2006 og síðar
1 Birkir Smári Traustason BH
2 Alexander Ivanov BH
3-4 Kristófer Logi Ellertsson BH
3-4 Theodór Svarfdal Sveinbjörnsson BH
Telpur fæddar 2004-2005
1 Hildur Halla Þorvaldsdóttir KR
2 Málfríður Rósa Gunnarsdóttir KR
3-4 Kristjana Áslaug Káradóttir KR
3-4 Þuríður Þöll Bjarnadóttir KR
Piltar fæddir 2004-2005
1 Steinar Andrason KR
2 Eiríkur Logi Gunnarsson KR
3-4 Karl Jóhann Halldórsson BH
3-4 Trausti Freyr Sigurðarson Ungmf. Samherjar
Meyjar fæddar 2002-2003
1 Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR
2 Þóra Þórisdóttir KR
3 Lára Ívarsdóttir KR
Sveinar fæddir 2002-2003
1 Ingi Darvis Rodriguez Víkingur
2 Ísak Indriði Unnarsson Víkingur
3-4 Lúkas Ægir Ragnarsson BH
3-4 Davíð Þór Ásgeirsson BH
Stúlkur fæddar 1999-2001
1 Stella Karen Kristjánsdóttir Víkingur
2 Þórunn Ásta Árnadóttir Víkingur
Drengir fæddir 1999-2001
1 Óskar Agnarsson HK
2 Kamil Mocek Víkingur
3-4 Ellert Kristján Georgsson KR
3-4 Karl Andersson Claesson KR
Á forsíðunni má sjá Stellu Karen Kristjánsdóttur á mynd Finns Jónssonar frá Íslandsmóti unglinga.
ÁMU