Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Úrslit úr aldursflokkamóti Víkings

Aldursflokkamót Víkings fór fram sunnudaginn 24. nóvember í TBR-húsinu. Mótið var þriðja mótið í unglingamótaröð vetrarins.

Sigurvegarar voru þessi: Karitas Ármannsdóttir, KR og Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi í flokki 12 ára og yngri, Ársól Arnardóttir, KR og Kári Ármannsson, KR (bróðir Karitasar) í flokki 13-15 ára og Breki Þórðarson, KR í flokki drengja 16-18 ára.
Breki, Ísak og Kári hafa sigrað í sínum aldursflokki á öllum þremur mótunum í unglingamótaröðinni.

ÁMU

Aðrar fréttir