Úrslit úr deildakeppninni 2.-3. október
Fyrstu leikirnir í deildakeppninni á þessu keppnistímabili fóru fram í Íþróttahúsi Snælandsskóla 2.-3. október. Þá var leikið í 1. deild karla, 2. deild karla og suðvesturriðli 3. deildar.
Í 1. deild karla mættust liðin, sem léku til úrslita í fyrra og hafði A-lið Víkings 3-2 sigur gegn BH-A. Víkingar hafa 4 stig eftir 2 leiki eins og KR-A.
Í 2. deild karla hafa sunnanliðin unnið einn leik hvert en norðanliðin hafa ekki hafið keppni.
Lið frá BR tekur í fyrsta skipti þátt í deildarkeppninni og leikur í suðvesturriðli 3. deildar. Félagið kom inn af fullum krafti með tvö lið, og vann B-liðið alla þrjá leiki sína og er efst í riðlinum. D-lið HK er einnig með 6 stig. A-lið BR er með 4 stig, tapaði fyrir B-liðinu en vann hina tvo leiki sína. D-lið KR hefur einnig 4 stig.
1. deild karla
KR-A – KR-B 3-0
BH-A – BH-B 3-0
Víkingur-A – HK-A 3-0
Víkingur-A – BH-A 3-2
BH-B – KR-A 0-3
HK-A – KR-B 3-0
1. deild kvenna
Víkingur – KR Frestað
2. deild karla
Samherjar-A – Akur-A Frestað
HK-B – Víkingur-C 3-0
HK-C – Víkingur-B 3-2
HK-C – Víkingur-C 2-3
HK-B – Víkingur-B 2-3
3. deild karla Suðvestur-riðill
KR-C – KR-D 0-3
BR-A – BR-B 0-3
BH-C – Víkingur-D 3-1
HK-D – KR-E 3-0
HK-D – BH-C 3-1
Víkingur-D – BR-A 0-3
BR-B – KR-C 3-0
KR-E – KR-D 0-3
Víkingur-D – HK-D 0-3
BR-B – BH-C 3-0
KR-D – BR-A 1-3
KR-C – KR-E 2-3
3. deild karla 2021-2022 Suður-riðill
Keppni hefst 17. október
Á forsíðunni má sjá B-lið BR.
Uppfært 9.10.