Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr einstaklingskeppni á Norður-Evrópumóti unglinga

Einstaklingskeppni á Norður-Evrópumótinu í borðtennis hófst 26. júní og lýkur 27. júní. 

Jóhann Emil Bjarnason sigraði Sveinur Mortensen Nolsoe frá Færeyjum 3-0 og Magnús Jóhann Hjartarson vann Sveinur 3-2. Skúli Gunnarsson lagði Davur Matras Hansen frá Færeyjum 3-2.

Bergrún Linda Björgvinsdóttir og Sigrún Ebba Tómasdóttir unnu báðar Liv Öster frá Færeyjum 3-1. 

Aðrir leikir íslensku keppendanna til þessa í einliðaleik töpðust en nokkrir keppendur unnu lotur. Aðeins fjögur íslensku ungmennanna höfðu leikið unglingalandsleik áður, þau Bergrún, Sigrún, Pétur og Skúli. Þetta mót veitir öllum íslensku keppendunum dýrmæta reynslu.

 

ÁMU (uppfært 28.6.)

Bergrún og Sigrún sigruðu báðar færeysku stúlkuna Liv Öster. Mynd af vef mótsins

Aðrar fréttir