Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr fyrsta hluta einstaklingskeppninni á EM unglinga

Magnús Jóhann Hjartarson tapaði í jöfnum leik í einliðaleik sveina í dag (Mynd; Finnur Hrafn Jónsson)

Keppni hófst í einstaklingsgreinum á EM unglinga í dag með keppni í einliðaleik og tvenndarkeppni. Allir leikir íslensku unglinganna töpuðust í dag en nokkrar lotur unnust. Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi og eru því Íslendingarnir úr leik í þessum flokkum. Þó er boðið upp á B-keppni í einliðaleik fyrir þá sem tapa í 1. umferð.

Magnús Jóhann Hjartarson tapaði 2-4 í hörkuleik fyrir Owen Cathcart frá Írlandi. Pétur Gunnarsson tapaði 1-4 fyrir Tomas Lundström frá Finnlandi og tapaði tveimur lotum með tveggja stiga mun.
Í tvenndarkeppni töpuðu Breki Þórðarson og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir 1-3 fyrir pari frá Írlandi og voru allar loturnar mjög jafnar. Leikurinn var sýndur beint á vef ETTU. Pétur Gunnarsson og Sigrún Ebba Tómasdóttir töpuðu 1-3 fyrir pari frá Tyrklandi. 
Hægt er að horfa á leik Breka og Kolfinnu og ýmsa fleiri á vefnum, bæði beint og eftir á. Valin er slóðin http://www.laola1.tv/en/int/ettu/video/524–.html og er valið „cadet double“ og flett áfram þar til kemur að leikum.

Leikið verður í tvíliðaleik fimmtudaginn 18. júlí.

ÁMU (uppfært 18.7.)

Aðrar fréttir