Föstudaginn 22.
nóvember fór árlegt héraðsmót HSK í borðtennis fram á Hvolsvelli. Keppendur
voru 66 talsins, og var keppt í aldursflokkum frá 11 ára og yngri upp í 40 ára
og eldri.

Keppendur komu frá Íþróttafélaginu
Dímon, Íþróttafélaginu Garpi, Ungmennafélaginu Eyfellingi, Ungmennafélaginu
Heklu, Ungmennafélagi Hrunamanna og Ungmennafélagi Skeiðamanna.

ÁMU