Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr Hjálmarsmóti KR

Hjálmarsmót KR fór fram í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 27. apríl. Keppt var í tvíliðaleik í tveimur flokkum á stórum borðum, sem voru sett saman úr fjórum hefðbundnum borðtennisborðum.

Í opnum flokki sigruðu bræðurnir Pétur Gunnarsson og Eiríkur Logi Gunnarsson úr KR. Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi, og Skúli Gunnarsson, KR urðu í 2. sæti. Í 3. sæti höfnuðu þeir Magnús Gauti Úlfarsson og Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH.

Það voru líka bræður sem sigruðu í U1500 stiga flokki en það voru Magnús og Tómas Holloway úr KR. Í 2. sæti urðu Lúkas André Ólason og Viktor Daníel Pulgar úr KR. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir úr KR höfnuðu í 3. sæti. Fjórðu voru svo bræðurnir Benedikt Darri og Brynjar Gylfi Malmquist úr HK.

Haldin var B-keppni í U1500 flokknum og í henni sigruðu Guðrún Gestsdóttir og Þórunn Erla Gunnarsdóttir úr KR.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir búninga, og fengu Sveinarnir fyrstu verðlaun, en það voru þær Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir. Magnús og Tómas Holloway fengu önnur verðlaun í búningakeppninni.

Myndir frá Skúla Gunnarssyni.

Uppfært 29.4.

Aðrar fréttir