Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr Íslandsmóti öldunga 2021

Íslandsmót öldunga 2021 var haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 20. febrúar og var mótið í umsjón Borðtennisdeildar KR. Skráðir keppendur voru 30 talsins, fæddir frá 1936 til 1981 úr Akri, BH, HK, KR, Víkingi og Erninum. Íslandsmót öldunga árið 2020 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins.

Anna Sigurbjörnsdóttir úr KR vann þrenn gullverðlaun á mótinu en Bjarni Þorgeir Bjarnason, HK, Ólafur H. Ólafsson, Erninum og Örn Þórðarson, HK unnu tvenn gullverðlaun hver.

Úrslit úr einstökum flokkum

Tvenndarkeppni 40 ára og eldri

Tvenndarkeppni 40 ára og eldri, fædd 1981 og fyrr

  • 1. Hannes Guðrúnarson/Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
  • 2. Viliam Marciník/Guðrún Gestsdóttir, KR
  • 3. Bjarni Gunnarsson/Guðrún Ólafsdóttir, KR

Hannes og Anna unnu Viliam og Guðrúnu í hörkuleik 3-1 (11-8, 8-11, 11-9, 13-11) og hefur Hannes sigrað í tvenndarkeppni öll þrjú árin sem keppt hefur verið í henni á Íslandsmóti öldunga.

Tvíliðaleikur karla 40-49 ára

Tvíliðaleikur karla 40-49 ára, fæddir 1972-1981

  • 1. Reynir Georgsson/Örn Þórðarson, HK
  • 2. Jón Gunnarsson/Ladislav Haluska, BH/Víkingi
  • 3.-4. Guðmundur Örn Halldórsson/Viliam Marciník, KR
  • 3.-4. Helgi Þór Gunnarsson/Markus Meckl, Akri

Reynir og Örn voru öruggir sigurvegarar, töpuðu ekki lotu og unnu Jón og Ladislav 3-0 (11-7, 11-4, 11-4) í úrslitaleik. Þeir unnu líka síðast þegar keppt var í þessum aldursflokki, árið 2018.

Tvíliðaleikur kvenna 50-59 ára

Tvíliðaleikur kvenna 50-59 ára, fæddar 1962-1971

  • 1. Anna Sigurbjörnsdóttir/Elísabet D. Ólafsdóttir, KR
  • 2. Guðrún Gestsdóttir/Guðrún Ólafsdóttir, KR

Anna og Elísabet unnu 3-0 (11-7, 11-9, 11-8) en þær hafa báðar sigrað áður í þessum flokki. Anna varði titilinn sem hún vann síðast með Ástu Urbancic.

Tvíliðaleikur karla 50-69 ára

Tvíliðaleikur karla 50-69 ára, fæddir 1952-1971

  • 1. Bjarni Þorgeir Bjarnason/Kristján Aðalbjörn Jónasson, HK/Víkingi
  • 2. Guðmundur Ragnar Guðmundsson/Stefán Birkisson, Víkingi
  • 3.-4. Bjarni Gunnarsson/Hannes Guðrúnarson, KR
  • 3.-4. Pétur Ó. Stephensen/Sighvatur Karlsson, Víkingi

Þeir Pétur og Sighvatur voru eina skráða parið í flokki 60-69 ára og þess vegna var þeirra flokkur sameinaður 50-59 ára flokki, í samræmi við reglugerð um Íslandsmót.

Þeir Bjarni og Kristján hafa unnið marga titla saman í tvíliðaleik en þeir þurftu að taka á honum stóra sínum gegn Guðmundi og Stefáni og knúðu fram sigur í oddalotu eftir að hafa verið 1-2 undir í lotum. Leiknum lauk 3-2 (12-10, 5-11, 9-11, 11-6, 11-1).

Tvílliðaleikur karla 70 ára og eldri

Tvíliðaleikur karla 70 ára og eldri, fæddir 1951 og fyrr

  • 1. Jóhann Örn Sigurjónsson /Ólafur H. Ólafsson, Erninum
  • 2. Aðalsteinn Eiríksson/Jónas Marteinsson, Erninum/Víkingi

Þeir Jóhann og Ólafur unnu úrslitaleikinn í oddalotu 3-2 (12-14, 11-9, 8-11, 11-7, 11-4) eftir að hafa verið 1-2 undir eftir þrjár lotur. Þeir eiga báðir Íslandsmeistaratitla að baki í þessum flokki en hafa ekki áður sigrað saman.

Einliðaleikur karla 40-49 ára

Einliðaleikur karla 40-49 ára, fæddir 1972-1981

  • 1. Örn Þórðarson, HK
  • 2. Ladislav Haluska, Víkingi
  • 3. Viliam Marciník, KR
  • 4. Helgi Þór Gunnarsson, Akri

Örn vann sinn þriðja titil í þessum flokki og tapaði aðeins einni lotu. Hann lagði Ladislav örugglega 3-0 (11-7, 11-3, 11-4).

Einliðaleikur karla 50-59 ára

Einliðaleikur karla 50-59 ára, fæddir 1962-1971

  • 1. Bjarni Þorgeir Bjarnason, HK
  • 2. Kristján Aðalbjörn Jónasson, Víkingi
  • 3.-4. Reynir Georgsson, HK
  • 3.-4. Stefán Birkisson, Víkingi

Félagarnir Bjarni og Kristján sýndu frábæra takta í úrslitaleiknum í leik sem báðir áttu skilið að vinna. Bjarni reyndist sterkari á lokasprettinum og vann 3-2 (11-7, 11-4, 10-12, 7-11, 11-8), Kristján átti titil að verja og hefur unnið sjö titla í þessum flokki en Bjarni hafði áður unnið titla í 40-49 ára flokki.

Einliðaleikur kvenna 50-59 ára

Einliðaleikur kvenna 50-59 ára, fæddar 1962-1971

  • 1. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
  • 2. Guðrún Gestsdóttir, KR
  • 3. Guðrún Ólafsdóttir, KR

Anna lagði Guðrúnu 3-1 (11-6, 11-7, 9-11, 11-7) en þær æfa saman og þekkja hvor aðra því vel.

Einliðaleikur karla 60-69 ára

Einliðaleikur karla 60-69 ára, fæddir 1952-1961

  • 1. Guðmundur Örn Halldórsson, KR
  • 2. Pétur Ó. Stephensen, Víkingi
  • 3. Jón Gunnarsson, BH
  • 4. Sighvatur Karlsson, Víkingi

Guðmundur vann sinn fyrsta titil í öldungaflokki þegar hann lagði Pétur 3-0 (11-8, 11-8, 12-10). Guðmundur vann bæði Sighvat og Finn Jónsson í oddalotu, svo hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum.

Einliðaleikur karla 70 ára og eldri

Einliðaleikur karla 70 ára og eldri, fæddir 1951 og fyrr

  • 1. Ólafur H. Ólafsson, Erninum
  • 2. Jónas Marteinsson, Víkingi
  • 3. Jóhann Örn Sigurjónsson, Erninum
  • 4. Aðalsteinn Eiríksson,  Erninum

Ólafur var öruggur sigurvegari og tapaði ekki lotu. Hann lagði Jónas 3-0 (11-3, 11-3, 11-4). Ólafur hefur ekki keppt í nokkur ár en sigraði þegar hann keppti síðast á þessu móti, árið 2015.

Öll úrslit úr mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=A76B201D-651C-40CD-9DF4-6EFE4E0B6289

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og Ársól Clöru Arnardóttur.

Aðrar fréttir