Úrslit úr Íslandsmótinu 2.-3. mars eru komin á úrslitavefinn. Veljið flipann Úrslit, smellið á orðið “hér” fyrir þetta mót og þá má sjá úrslit í einstökum flokkum.

Leikmenn, sem ekki mættu til leiks en voru skráðir á mótið eru beðnir um að skoða úrslitin vel og láta vita ef þeirra leikur kemur fram á úrslitasíðunni. Sömuleiðis leikmenn sem áttu að leika á móti leikmönnum sem ekki mættu til leiks. Leikir sem ekki voru leiknir eiga ekki að koma fram á úrslitasíðunni. Þessir leikir eru skráðir með úrslitin 1-0 eða 0-1 ef þeir eru inni á síðunni.

Ef eitthvað er vitlaust skráð, vinsamlegast látið umsjónarmann styrkleikalista vita, á netfangið astaurb@gmail.com.

ÁMU