Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr Kjartansmótinu í borðtennis

Þrjátíu lið tóku þátt í Kjartansmóti KR í borðtennis, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 12. nóvember. Að þessu sinni var eingöngu keppt í unglingaflokkum, fjórum aldursflokkum drengja og stúlkna. Keppendur komu frá BH, HK, KR og Víkingi. KR sigraði í þremur flokkum, BH í þremur flokkum, Víkingur í einum flokki og loks sigraði sameiginlegt lið KR og Víkings í einum flokki.

Sigurvegarar voru: Alexander Ivanov og Theodór Svarfdal Sveinbjörnsson, BH í flokki hnokka fæddra 2007 og síðar; Nanna Rut Ólafsdóttir og Natalía Kjerúlf Óskarsdóttir, KR í flokki táta fæddra 2007 og síðar; Birkir Traustason og Kristófer Júlían Björnsson, BH í flokki pilta fæddra 2005-2006; Agnes Brynjarsdóttir og Berglind Anna Magnúsdóttir, Víkingi/KR í flokki telpna fæddra 2005-2006; Eiríkur Logi Gunnarsson og Steinar Andrason, KR í flokki sveina fæddra 2003-2004; Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Þórisdóttir, KR  í flokki meyja fæddra 2003-2004; Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson, BH í flokki drengja fæddra 2000-2002 og Stella Karen Kristjánsdóttir og Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi í flokki stúlkna fæddra 2000-2002.

Verðlaunahafar:

Hnokkar fæddir 2007 og síðar    

1. Bláu þrumurnar, BH (Alexander Ivanov, Theodór Svarfdal Sveinbjörnsson)

2. Skytturnar þrjár, BH (Nikulás Dagur Jónsson, Sigurður Kristinn Gíslason)

3. Bestu bræður, KR (Gustaf Sörensson, Logi Þórólfsson)

4. Miðvikudagur, KR (Óskar Davíð Áss Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurgeirsson, Tómas Dagsson)

5. Sushi, KR (Heiðar Mar Valdimarsson, Orri Ármannsson)

6. 101 boys, KR (Kári Markússon, Pétur Orri Þórðarson)

Þeir Alexander og Theodór voru öruggir sigurvegarar og unnu alla leiki sína 3-0, án þess að tapa  lotu.

Tátur fæddar 2007 og síðar

1. Spaðarnir, KR (Nanna Rut Ólafsdóttir, Natalía Kjerúlf Óskarsdóttir)

2. Ungar og efnilegar, KR (Eyrún Lára Sigurjónsdóttir, Friðrika Sigurðardóttir)

3. Hérarnir, KR (Sigríður Helga Magnúsdóttir, Sigurlína Wium Magnúsdóttir)

Spaðarnir sigruðu Ungar og efnilegar 2-1 í úrslitunum. Nanna sigraði Eyrúnu 3-0 og Friðrika vann Natalíu 3-2. Þær Nanna og Natalía unnu svo tvíliðaleikinn 3-0 og þar með úrslitaviðureignina.

 

Piltar fæddir 2005-2006

1. Magnús Gauti Úlfarsson og Birgir Ívarsson BH, BH (Birkir Traustason, Kristófer Júlían Björnsson)

2. BB kóngar, KR (Baldur Thor Aðalbjarnarson, Benedikt Espólín Birgisson)

3. Góli, KR (Gunnar Þórisson, Ólafur Steinn Ketilbjörnsson)

4. Jóhannes Bjarki Urbancic og Tómas Ingi Shelton BH, BH (Davíð Snær Sveinsson, Kristófer Logi Ellertsson)

Keppni var jöfn í þessum flokki og luku tvö efstu liðin keppni með sama fjölda unninna og tapaðra leikja. Sigurliðið vann BB kónga 2-1, þar sem BH drengirnir unnu einliðaleikina en KR strákarnir tvíliðaleikinn.

Telpur fæddar 2005-2006

1. Gullbjöllurnar KR/Víkingur (Agnes Brynjarsdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir)

2. Ofurhetjurnar, BH (Alexía Kristínardóttir Mixa, Sól Kristínardóttir Mixa)

3. Amazon bardagakonurnar (Kristrún Halla Snorradóttir, Sara Elísabet Jónsdóttir)

Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi. Berglind sigraði Alexíu 3-1 og Agnes lagði Sól 3-2. BH stúlkurnar unnu svo tvíliðaleikinn 3-1.

Sveinar fæddir 2003-2004

1. Eiríkur og Steinar, KR (Eiríkur Logi Gunnarsson, Steinar Andrason)

2. La chanson de la bagette inexplicable, BH (Mímir Kristínarson Mixa, Reynir Snær Skarphéðinsson)

3. BMT, KR (Benedikt Vilji Magnússon, Thor Thors)

4. Skytturnar þrjár, KR (Guðmundur Berg Markússon, Hilmar Kiernan, Jóhann Kumara Karlsson)

Eiríkur og Steinar voru öruggir sigurvegarar og unnu alla leiki sína 3-0. Eiríkur vann Mími 3-0 og Steinar sigraði Reynir 3-1 í úrslitaleiknum. Tvíliðaleiknum lauk svo með 3-0 sigri KR-inganna. Eiríkur spilaði upp fyrir sig en hann er fæddur árið 2005.

Meyjar fæddar 2003-2004

1. Kristín og Þóra, KR (Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Þóra Þórisdóttir)

2. Lóa og Harriet, KR (Harriet Cardew, Lóa Floriansdóttir Zink)

3. KR-D (Hildur Halla Þorvaldsdóttir, Þuríður Þöll Bjarnadóttir)

Keppni var jöfn í þessum flokki. Kristín og Þóra unnu Lóu og Harriet 3-0 en þær unnu KR-D 2-1 og fóru tveir leikjanna í oddalotu.

Drengir fæddir 2000-2002

1. Gurtarnir de la prairie avec des lunette, BH (Birgir Ívarsson, Magnús Gauti Úlfarsson)

2. Gúbbarnir, KR (Ingi Brjánsson, Karl A. Claesson)

3. Okey, já, við skiljum, HK/KR (Elvar Kjartansson, Óskar Agnarsson)

4. Digranes bois, KR (Ellert Kristján Georgsson, Gestur Gunnarsson)

Birgir og Magnús Gauti sigruðu örugglega og unnu alla leiki sína 3-0, án þess að tapa  lotu. Birgir vann Karl og Magnús Gauti lagði Inga í úrslitaleiknum.

Stúlkur fæddar 2000-2002

1. Stella og Þórunn, Víkingur (Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir)

2. Grótta/KR, KR (Ársól Clara Arnardóttir, Lára Ívarsdóttir)

Víkingsstúlkurnar unnu úrslitaleikinn 3-0 en öllum leikjum lauk 3-1. Stella vann Láru og Þórunn sigraði Ársól.

 

Öll úrslit má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=A15CA6A5-85BE-431B-9E6E-A4BF40B595A7

 

ÁMU (uppfært 14.11.)

 

Aðrar fréttir