Úrslit úr leikjum í deildakeppninni 15.-16. janúar
Leikið var í deildakeppninni helgina 15.-16. janúar. Í Keldudeildinni var leikið þann 15. janúar í TBR-húsinu en sama dag var leikið í 2. deild á Akureyri. Leikir í suðvesturriðli 3. deildar fóru fram í Reykjanesbæ 16. janúar en leikjum í suðurriðli deildarinnar var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Ekki fóru allir leikir fram þar sem einnig voru veikindi í öðrum liðum en í suðurriðli 3. deildar. Hér fyrir neðan má sjá úrslit sem hafa borist úr þeim leikjum sem voru leiknir.
Keldudeild karla
BH-A – Víkingur-A 1-3
KR-B – HK-A 0-3
HK-A – BH-A 0-3
BH-B – KR-B 2-3
Keldudeild kvenna
2. deild karla
Akur-A – HK-B 0-3
Samherjar-A – HK-B 0-3
3. deild karla – suðvesturriðill
BR-A – KR-D 3-0
HK-D – BR-A 0-3
BR-B – KR-D 3-1
3. deild karla – suðurriðill
Öllum leikjum frestað.
Forsíðumynd af keppendum í suðvesturriðli 3. deildar, frá BR.