Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr leikjum í deildakeppninni 26.-27. nóvember

Helgina 26.-27. nóvember var leikið í öllum karladeildunum í TBR-húsinu í Laugardal.

Leikjum HK-A í 1. deild og HK-B í 2. deild var frestað vegna þátttöku HK í Evrópukeppni félagsliða þessa helgi. Leik Víkings-A og Víkings-B í 1. deild karla var einnig frestað en fer líklega fram um næstu helgi.

Í 1. deild karla eru BH-A og KR-A enn ósigruð. BH-A er á toppnum með 11 stig eftir 6 leiki en KR-A hefur 9 stig eftir 5 leiki.

HK-B og KR-B hafa 8 stig á toppi 2. deildar en KR-B á leik til góða á HK-B, og hafa ekki tapað leik í deildinni í haust.

Í A-riðli 3. deildar er HK-D ósigrað og hefur 12 stig eftir 6 leiki.

Í B-riðli 3. deildar er lið Víkings-C ósigrað og hefur 10 stig eftir 5 leiki.

Úrslit úr leikjum helgarinnar:

1. deild karla:

Víkingur-B – KR-A 0-6

BH-A – Víkingur-A 6-4

BH-A – BH-B  6-1

2. deild karla:

BR-A – KR-B  3-6

3. deild A-riðill:

BH-C – Víkingur-D 6-0 (gefið)

KR-C – BR-C 6-3

KR-E – HK-D 3-6

HK-D – Víkingur-D 6-0 (gefið)

BH-C – BR-C 6-1

KR-C – KR-E 3-6

3. deild B-riðill.

Garpur-A – BR-D 6-0

KR-D – Vikingur-C 4-6

Garpur-A – Vikingur-C 2-6

KR-D – KR-F 5-5

Frestaður leikur:

BR-D – Vikingur-C 0-6

Úrslit úr öllum leikjum verða lesin fljótlega inn í Tournament Software og verða þá aðgengileg á vefnum.

Forsíðumynd af liði BH-A, sem er efst í 1. deild karla.

Aðrar fréttir