Úrslit úr liðakeppni á Norður-Evrópumóti unglinga í Eistlandi
Norður-Evrópumót unglinga fór fram í Haapsalu í Eistlandi helgian 24.-26. júní. Ísland sendi fjögur lið á mótið. Liðið ferðist með flugi til Helsinki og tók ferju til Tallinn og þaðan landleiðina til Haapsalu. Þetta var langt og strangt ferðalag og sat ferðaþreytan nokkuð í okkar fólki. Auk þess var mjög heitt og rakt í höllinni, nokkuð sem okkar leikmenn eiga ekki að venjast. Þrátt fyrir það unnu allir okkar leikmenn lotu og nokkrir leikir unnust. Eina landsleikinn gegn annarri þjóð vann drengjaliðið, sem lagði Finnland-II í leik um 7. sætið.
Úrslit úr mótinu hafa nú verið birt á vef eistneska sambandsins, á vefsíðunni http://www.lauatennis.ee/web/node/1263.
Liðakeppni
Drengir 16-18 ára
- Ísland – Noregur-I 0-3
- Ísland – Eistland 0-3
- Ísland – Finnland-II 1-3
- Ísland tapaði fyrir Finnlandi-I 0-3 í leik um sæti 5-8.
- Ísland sigraði Finnland-II í leik um sæti 7-8 og hafnaði í 7. sæti en liðin höfðu líka mæst í riðlinum.
Litháen sigraði í flokknum.
Meyjar 15 ára og yngri
- Ísland – Finnland 0-3
- Ísland – Eistland-I 0-3
- Ísland tapaði fyrir Danmörku 0-3 í leik um sæti 5-7 og hafnaði í 7. sæti
Noregur-I sigraði í flokknum.
Sveinar 15 ára og yngri
- Ísland-I – Finnland 0-3
- Ísland-I – Danmörk-II 0-3
- Ísland-II – Eistland-I 0-3
- Ísland-II – Danmörk-I 0-3
- Ísland-I tapaði fyrir Litháen-I 0-3 í keppni um sæti 9-12
- Ísland-II tapaði fyrir Lettlandi 0-3 í keppni um sæti 9-12
- Ísland-I og Ísland-II léku um 11. sæti og sigraði Ísland-II 3-2
Svíþjóð sigraði í flokknum.
Á forsíðumyndinni, sem tekin var af Facebook síðu BTÍ má sjá drengjaliðið, þá Breka, Magnús Gauta, Inga og Magnús Jóhann. Fleiri myndir eru á Facebook síðunni.
ÁMU (uppfært 10.7.)