Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit úr Pepsi Grand Prix mótinu í borðtennis

Pepsi Grand Prix mótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþrótthúsinu laugardaginn 5. nóvember.

Í opnum flokki karla léku í undanúrslitum Magnús K. Magnússon, Víkingi, gegn Kára Ármannssyni, KR.  Leikar fóru þannig að Magnús sigraði 4 – 2 (11-3, 11-5, 11-9, 10-12, 8-11 og 11-2).

Í hinum undanúrslitaleiknum lék Magnús Gauti Úlfarsson, BH, gegn Sindra Þór Sigurðssyni, Víkingi.  Leikar fóru þannig að Magnús Gauti sigraði örugglega 4 – 0 (11-7, 11-7, 11-5, 11-0).

Úrslitaleikinn lék því Magnús K. Magnússon gegn Magnúsi Gauta. Leikurinn var hörkuskemmtilegur þar sem Magnús Kristinn sigraði 4 – 2 (4 -11, 11-5, 11-9, 1-11, 11-9 og 11-8).

Í opnum flokki kvenna lék Sigrún Ebba Tómasdóttir, KR, gegn Aldísi Rún Lárusdóttur, KR.  Leikar fóru þannig að Sigrún sigraði örugglega 4 – 0 (11-5, 11-9, 11-7 og 11-7).

Í B-keppninni sigraði Aldís Rún Lárusdóttir, KR, eftir að hafa sigrað Pétur Ó. Stephensen Víkingi í úrslitaleik 4 – 1.

Úrslit í mótinu:

Opinn flokkur karla:

  1. Magnús K. Magnússon, Víkingur
  2. Magnús Gauti Úlfarsson, BH

3-4.  Sindri Þór Sigurðsson, Víkingur

3-4.  Kári Ármannsson, KR

pepsi-gp-nov-2016-konur

Opinn flokkur kvenna:

  1. Sigrún Ebba Tómasdóttir, KR
  2. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
  3. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

pepsi-gp-nov-2016-b-keppni

B-keppni:

  1. Aldís Rún Lárusdóttir, KR
  2. Pétur Ó. Stephensen, Víkingur
  3. Sigurður Herlufsen, Víkingur

Myndir frá Borðtennisdeild Víkings.

 

ÁMU skv. frétt frá Borðtennisdeild Víkings

Aðrar fréttir